ÞÝÐ029F Nýjar raddir í þýðingafræði

Námsform:
Staðnám .
Námskeiðslýsing:

ATH.: Þetta námskeið er vanalega kennt á vormisseri en færist yfir á haustmisseri 2025 vegna rannsóknarleyfis kennara, það verður aftur á kennsluskrá á vormisseri 2027.

Á undanförnum áratugum hefur ný orðræða haslað sér völl innan þýðingafræði. Félagsfræðileg og menningarfræðileg viðhorf skipta meira máli en áður. Athyglin beinist þannig að hlutverki þýðinga í hinum hnattvædda heimi, einkum í fjölmála samfélögum og jafnvel á átaka- og hættusvæðum. Starfsemi félaga- og andspyrnuhreyfinga fer oftar en ekki fram á sviði þýðinga. Feminísk þýðingafræði er sterk og blómstrandi grein fagsins.

Rannsóknir beinast einnig að hlutverki þýðenda, starfsumhverfi þeirra og samstarfi við aðra aðila í þýðingarferlinu. Þannig eru t.d. hliðartextar rannsakaðir sem þýðendur semja eða gögn í einkaskjalasöfnum þeirra athuguð. Ekki má gleyma að ný þýðingartækni breytir starfi þýðenda en getur einnig haft mótandi áhrif á textagerð og þróun tungumála.

Í málstofunni kynnast nemendur nýjum rannsóknum í þýðingafræði.

Nemendur flytja erindi í tíma, þeir geta valið að skrifa fræðilega ritgerð, stunda þýðingarýni eða þýða texta að eigin vali. Málstofan er vettvangur akademískrar samvinnu nemenda og kennara þar sem virk þátttaka, gagnrýnin hugsun og opinská skoðanaskipti eru í fyrirrúmi.

Hæfniviðmið:

Að námskeiðinu loknu eiga nemendur að

1) hafa kynnst nýjum rannsóknum á sviði þýðingafræði,

2) hafa öðlast færni í að miðla rannsóknarniðurstöðum í málstofum,

3) hafa öðlast færni í að semja fræðilega ritgerð,

4) hafa æft sig í þýðingarýni,

5) hafa æft sig í þýðingum á móðurmáli.

Umsjón:
Kennari
Marion Lerner
Prófessor
 Nánar
Undanfarar / Forkröfur:
Ekkert tilgreint
Bækur:

Bókalisti er óstaðfestur Bókalisti er óstaðfestur

 Lesefni  Mona Baker: Translation and Conflict, Routledge 2019.
 Lesefni  Kathryn Batchelor: Translation and Paratexts, Routledge 2018.
 Lesefni  Luise von Flotow, Hala Kamal (eds.): The Routledge Handbook of Translation, Feminism and Gender, Routledge 2020.
 Lesefni  Brian James Bear: Queer Theory and Translation Studies, Routledge 2021.
 Lesefni  Esperanca Bielsa: A Translational Sociology, Routledge 2023.
 Lesefni  Rebecca Ruth Gould, Kayan Tahmasebian (eds.): The Routledge Handbook of Translation and Activism, Routledge 2020.
 Lesefni  Chantal Wright: Literary Translation, Routledge 2023.
 Lesefni  Moira Inghilleri: Translation and Migration, Routledge 2017.
Annað lesefni: