NÆR506M Hagnýt fjölvíð aðhvarfsgreining og gagnavinnsla

Námsform:
Staðnám .
Námskeiðslýsing:

Markmið námskeiðsins er að auka skilning og færni nemenda í að greina og vinna úr rannsóknargögnum svo þeir séu betur undir það búnir að leysa slík verkefni í framhaldsnámi og vinnu. Farið verður ítarlega yfir þær aðferðir sem mest eru notaðar við greiningar á faraldsfræðigögnum með það að markmiði að nemendur geti sjálfir beitt þeim og geti gengið úr skugga um að allar forsendur haldi.

Í  hverjum tíma leggur kennari fyrir verkefni sem byggja á gögnum úr fyrri rannsóknum sem framkvæmdar hafa verið á rannsóknarstofu í næringarfræði. Farið verður sameiginlega yfir helstu atriði og forsendur hvers verkefnis. Nemendur eiga að greina gögnin m.v. fyrirfram gefnar spurningar. Við tölfræðigreiningar verður mest notast við SPSS en einnig verður SAS kynnt til sögunnar.

Hæfniviðmið:

Þekking:

Við lok námskeiðs á nemandi að hafa öðlast skilning og þekkingu á því hvernig aðferðafræði er beitt við úrvinnslu faraldsfræði rannsókna. Einnig öðlast nemandi betri skilning á því hvernig val á aðferðum við greiningu ganga er beitt  og hvernig maður á að bera sig að við að meta hvort forsendur þeirra tölfræði-aðferða sem notaðar eru við greiningar haldi. 

Leikni:

Við lok námskeið mun nemandi hafa öðlast reynslu við greiningar á tiltölulega stórum gagnasöfnum  og kynnst því hvernig takast á á við flókin álitamál  við greiningu slíkra gagna. Slík reynsla mun vera gott veganesti fyrir nemendur sem hyggja masters eða doktorsnám eða vilja geta unnið sjálfstætt við greiningu ganga.

Hæfni:

Reynsla, sjálfstraust og þekking við greiningu flókinna gagna

Umsjón:
Umsjónarkennari
Þórhallur Ingi Halldórsson
Prófessor
 Nánar

Kennari
Edda Ósk Dufþaksdóttir
 Nánar

Kennari
Hrafnhildur Eymundsdóttir
Aðjunkt
 Nánar
Undanfarar / Forkröfur:
 Nauðsynleg undirstaða  STÆ209G Tölfræði og gagnavinnsla
 Námskeið í grunntölfræði æskilegt og einnig einhver þekking á SPSS eða tengdum forritum.
Bækur:
Engar kennslubækur hafa verið skráðar
Annað lesefni:
Efni frá kennara, dreift í kennslustund
Námsleiðir:
Matvælafræði, BS (180 einingar) (Annað ár, Vor)
Matvælafræði, MS (120 einingar) (Óháð námsári, Vor, Nýsköpun og tækniþróun í sjávarútvegi)
Matvælafræði, MS (120 einingar) (Óháð námsári, Vor, Sjálfbært, heilsusamlegt mataræði)
Matvælafræði, MS (120 einingar) (Óháð námsári, Vor, Nýsköpun og tækniþróun í sjávarútvegi)
Matvælafræði, MS (120 einingar) (Óháð námsári, Vor, Matvælafræði )
Næringarfræði, BS (180 einingar) (Annað ár, Vor)
Faralds- og líftölfræði, MS (120 einingar) (Óháð námsári, Vor, Líftölfræði)
Faralds- og líftölfræði, MS (120 einingar) (Óháð námsári, Vor, Faraldsfræði)
Iðnaðarlíftækni, MS (120 einingar) (Óháð námsári, Vor)
Tannlæknisfræði, cand. odont. (360 einingar) (Annað ár, Vor)
Tannlæknisfræði, BS (180 einingar) (Annað ár, Vor)