NÆR506M Hagnýt fjölvíð aðhvarfsgreining og gagnavinnsla
Markmið námskeiðsins er að auka skilning og færni nemenda í að greina og vinna úr rannsóknargögnum svo þeir séu betur undir það búnir að leysa slík verkefni í framhaldsnámi og vinnu. Farið verður ítarlega yfir þær aðferðir sem mest eru notaðar við greiningar á faraldsfræðigögnum með það að markmiði að nemendur geti sjálfir beitt þeim og geti gengið úr skugga um að allar forsendur haldi.
Í hverjum tíma leggur kennari fyrir verkefni sem byggja á gögnum úr fyrri rannsóknum sem framkvæmdar hafa verið á rannsóknarstofu í næringarfræði. Farið verður sameiginlega yfir helstu atriði og forsendur hvers verkefnis. Nemendur eiga að greina gögnin m.v. fyrirfram gefnar spurningar. Við tölfræðigreiningar verður mest notast við SPSS en einnig verður SAS kynnt til sögunnar.
Þekking:
Við lok námskeiðs á nemandi að hafa öðlast skilning og þekkingu á því hvernig aðferðafræði er beitt við úrvinnslu faraldsfræði rannsókna. Einnig öðlast nemandi betri skilning á því hvernig val á aðferðum við greiningu ganga er beitt og hvernig maður á að bera sig að við að meta hvort forsendur þeirra tölfræði-aðferða sem notaðar eru við greiningar haldi.
Leikni:
Við lok námskeið mun nemandi hafa öðlast reynslu við greiningar á tiltölulega stórum gagnasöfnum og kynnst því hvernig takast á á við flókin álitamál við greiningu slíkra gagna. Slík reynsla mun vera gott veganesti fyrir nemendur sem hyggja masters eða doktorsnám eða vilja geta unnið sjálfstætt við greiningu ganga.
Hæfni:
Reynsla, sjálfstraust og þekking við greiningu flókinna gagna
Í byrjun námskeiðsins eru grunnhugtök tölfræðinnar kynnt til sögunnar, svo sem þýði, úrtak og breyta. Nemendur kynnast hinum ýmsu lýsistærðum og myndrænni framsetningu gagna. Því næst verður farið í grundvallaratriði líkindafræðinnar og helstu líkindadreifingar kynntar.
Síðasti hluti námskeiðsins snýr að ályktunartölfræði þar sem skoðuð verða tilgátupróf og öryggisbil fyrir meðaltöl, dreifni og hlutföll og farið verður í fervikagreiningu og aðhvarfsgreiningu. Nemendur læra beitingu allra ofangreindra aðferða í tölfræðihugbúnaðinum R.
Að loknu námskeiðinu á nemandi að:
- geta gert grein fyrir grunnhugtökum tölfræðinnar, svo sem þýði, úrtak, breyta og slembni ásamt því að geta lagt mat á tilraunahögun tölfræðilegra tilrauna hvað varðar úrtakshögun, blindni og endurtekningar.
- geta reiknað helstu lýsistærðir sem lýsa miðju og dreifð gagna og geta lagt mat á hvaða lýsistærðir er viðeigandi að nota hverju sinni.
- þekkja helstu gröf sem notuð eru til að lýsa gögnum myndrænt ásamt því að þekkja hvaða gröf eru viðeigandi að nota hverju sinni.
- geta gert grein fyrir grunnhugtökum líkindafræðinnar, svo sem atburður, mengi, sammengi og sniðmengi og þekkja helstu líkindadreifingar, geta lagt mat á hvenær er viðeigandi að nota hvaða líkindadreifingu og geta reiknað líkur á atburðum með að nota dreifingarnar.
- skilja hugmyndafræðina á bakvið ályktunartölfræði og geti í ljósi þess framkvæmt tilgátupróf og smíðað öryggisbil fyrir meðaltöl, dreifni og hlutföll þýðis.
- skilja hugmyndafræðina á bakvið fervikagreiningu og einfalt línulegt aðhvarf og getað beitt þeim aðferðum skammlaust.
- geta beitt ofangreindum aðferðum í tölfræðihugbúnaðnum R og skilað af sér skýrslu þar sem niðurstöðum greiningarinnar er lýst.
- geta lagt mat á hvenær er við hæfi að beita ólíkum aðferðum og í ljósi þess lesið einfaldan tölfræðitexta með gagnrýnum augum.
Námskeið í grunntölfræði æskilegt og einnig einhver þekking á SPSS eða tengdum forritum.
Matvælafræði, MS (120 einingar) (Óháð námsári, Vor, Nýsköpun og tækniþróun í sjávarútvegi)
Matvælafræði, MS (120 einingar) (Óháð námsári, Vor, Sjálfbært, heilsusamlegt mataræði)
Matvælafræði, MS (120 einingar) (Óháð námsári, Vor, Nýsköpun og tækniþróun í sjávarútvegi)
Matvælafræði, MS (120 einingar) (Óháð námsári, Vor, Matvælafræði )
Næringarfræði, BS (180 einingar) (Annað ár, Vor)
Faralds- og líftölfræði, MS (120 einingar) (Óháð námsári, Vor, Líftölfræði)
Faralds- og líftölfræði, MS (120 einingar) (Óháð námsári, Vor, Faraldsfræði)
Iðnaðarlíftækni, MS (120 einingar) (Óháð námsári, Vor)
Tannlæknisfræði, cand. odont. (360 einingar) (Annað ár, Vor)
Tannlæknisfræði, BS (180 einingar) (Annað ár, Vor)