NÆR701F Faraldsfræði næringar
Námsform:
.
Námskeiðslýsing:
Markmið námskeiðsins er að auka skilning nemenda á helstu rannsóknaraðferðum í faraldsfræði næringar og að efla skilning nemenda á notkun erfðafræði innan þessa sviðs.
Námskeiðið mun í byrjun fjalla um grunnatriði faraldsfræðinnar og svo verður farið ítarlega í rannsóknaraðferðir innan faraldsfræði næringar. Þar á eftir verða kynnt sérstök viðfangsefni innan þessa sviðs. Í lokin verður fjallað um notkun erfðafræði í faraldsfræði næringar (nutrigenomics).
Hæfniviðmið:
Í lok námskeiðs eiga nemendur að geta:
- greint á milli rannsóknaraðferða í faraldsfræði næringar
- rætt gæði vísindalegra rannsókna innan faraldsfræði næringar
- túlkað niðurstöður rannsókna á sviði faraldsfræði næringar
- útskýrt ákveðið viðfangsefni innan faraldsfræði næringar
- varpað ljósi á notkun erfðaupplýsinga í faraldsfræði næringar
Undanfarar / Forkröfur:
Gert er ráð fyrir grunnþekkingu í tölfræði og faraldsfræði fyrir þetta námskeið. Engin krafa er gerð um þekkingu í erfðafræði.
Bækur:
Engar kennslubækur hafa verið skráðar
Annað lesefni:
Glærur og vísindagreinar frá kennara
Námsleiðir:
Menntun framhaldsskólakennara, MS (120 einingar) (Annað ár, Haust, Næringarfræðikennsla (Matvæla- og næringarfræðideild))
Matvælafræði, MS (120 einingar) (Óháð námsári, Haust, Nýsköpun og tækniþróun í sjávarútvegi)
Matvælafræði, MS (120 einingar) (Óháð námsári, Haust, Sjálfbært, heilsusamlegt mataræði)
Matvælafræði, MS (120 einingar) (Fyrsta ár, Haust, Hnattrænt fæðuöryggi og næring)
Næringarfræði, MS (120 einingar) (Fyrsta ár, Haust, Næringarfræði)
Næringarfræði, MS (120 einingar) (Fyrsta ár, Haust, Klínísk næringarfræði)
Lýðheilsuvísindi, MPH (120 einingar) (Óháð námsári, Haust)
Faralds- og líftölfræði, MS (120 einingar) (Óháð námsári, Haust, Faraldsfræði)
Lýðheilsuvísindi, Viðbótarpróf á meistarastigi (60 einingar) (Fyrsta ár, Haust)
Matvælafræði, MS (120 einingar) (Óháð námsári, Haust, Nýsköpun og tækniþróun í sjávarútvegi)
Matvælafræði, MS (120 einingar) (Óháð námsári, Haust, Sjálfbært, heilsusamlegt mataræði)
Matvælafræði, MS (120 einingar) (Fyrsta ár, Haust, Hnattrænt fæðuöryggi og næring)
Næringarfræði, MS (120 einingar) (Fyrsta ár, Haust, Næringarfræði)
Næringarfræði, MS (120 einingar) (Fyrsta ár, Haust, Klínísk næringarfræði)
Lýðheilsuvísindi, MPH (120 einingar) (Óháð námsári, Haust)
Faralds- og líftölfræði, MS (120 einingar) (Óháð námsári, Haust, Faraldsfræði)
Lýðheilsuvísindi, Viðbótarpróf á meistarastigi (60 einingar) (Fyrsta ár, Haust)