MAS202M Hagnýt gagnagreining

Námsform:
Staðnám .
Námskeiðslýsing:

Námskeiðið fjallar um tölfræðiúrvinnslu í forritinu R. Gert er ráð fyrir að nemendur hafi grunnþekkingu í tölfræði og tölfræðihugbúnaðnum R. Æskilegt er að nemendur þekki til margbreytu aðhvarfsgreiningar (e. multiple linear regression). Nemendur læra að beita hinum ýmsu tölfræðiaðferðum í R (ss. classification methods, resampling methods, linear model selection og tree-based methods). Námskeiðið er kennt á tólf vikum og verður það á vendikennsluformi þar sem nemendur lesa námsefni og horfa á myndbönd áður en þeir mæta í tíma og fá svo aðstoð með fyrirliggjandi verkefni í tímum.

Hæfniviðmið:

Að nemendur:

  • séu færir um að lesa inn algengustu gerðir gagnasafna í R
  • séu færir um að framkvæma lýsandi tölfræði með R
  • geti útbúið fjölbreytt gröf í R á sniði sem er birtingarhæft í ritrýndum tímaritum
  • verði liprir í að nýta sér R-pakka við tölfræðiúrvinnslu
  • séu læsir á hjálparumhverfið í R og færir um að kynna sér og beita áður óséðum skipunum
  • geti beitt hinum ýmsu tölfræðiaðferðum með hjálp R
  • geti unnið skýrslur með hjálp knitr pakkans
Umsjón:
Kennari
Óli Páll Geirsson
 Nánar

Umsjónarmaður
Anna Helga Jónsdóttir
Prófessor
 Nánar
Undanfarar / Forkröfur:
 Grunnnámskeið í tölfræði og grunnþekking á tölfræðihugbúnaðinum R.
Bækur:
Engar kennslubækur hafa verið skráðar
Annað lesefni:
Námsleiðir:
Stærðfræði, BS (180 einingar) (Óháð námsári, Vor)
Hagnýtt stærðfræði, BS (180 einingar) (Óháð námsári, Vor, Tryggingastærðfræði)
Hagnýtt stærðfræði, BS (180 einingar) (Óháð námsári, Vor, Fjármálastærðfræði)
Hagnýtt stærðfræði, BS (180 einingar) (Annað ár, Vor, Tölfræði og gagnavísindi)
Hagnýtt stærðfræði, BS (180 einingar) (Þriðja ár, Vor, Tryggingastærðfræði)
Hagnýtt stærðfræði, BS (180 einingar) (Þriðja ár, Vor, Fjármálastærðfræði)
Umhverfis- og auðlindafræði, MS (120 einingar) (Óháð námsári, Vor)
Aðferðafræði, MA (120 einingar) (Óháð námsári, Vor)
Tölfræði, MS (120 einingar) (Óháð námsári, Vor)
Lýðheilsuvísindi, MPH (120 einingar) (Óháð námsári, Vor)
Faralds- og líftölfræði, MS (120 einingar) (Óháð námsári, Vor, Faraldsfræði)
Faralds- og líftölfræði, MS (120 einingar) (Óháð námsári, Vor, Líftölfræði)
Hagnýt sálfræði, MS (120 einingar) (Fyrsta ár, Vor, Megindleg sálfræði)
Hagnýt tölfræði, MAS (90 einingar) (Fyrsta ár, Vor)
Lýðheilsuvísindi, Viðbótarpróf á meistarastigi (60 einingar) (Fyrsta ár, Vor)
Lýðheilsuvísindi, Örnám á framhaldsstigi (30 einingar) (Fyrsta ár, Vor)