Chat with us, powered by LiveChat
 
LÆK222G Frumulíffræði og erfðafræði
Námskeiðsheiti:
Frumulíffræði og erfðafræði
Námskeiðslýsing:

Frumulíffræði fyrirlestrar (46F): Inngangur; þróun lífsins; frumuhimna: lífefnafræði og frumulíffræði; kjarninn: gen og genastjórn, litni, bygging kjarnans, kjarnahjúpur; frymisnet og Golgi líffæri; bólur og blöðrur; lýsósóm, peroxisóm og hvatberar; stoðkerfi og hreyfiprótein; frumuskipting; frumutengi og millifrumuefni (frumulíffræði og lífefnafræði); boðskipti (inngangur); þroskun og sérhæfing.

Þrjár verklegar æfingar: Einangrun frumna; frumuræktun; smásjárskoðun.

Þrír umræðutímar: Tímaritsgreinar og sjúkratilfelli.

Erfðafræði fyrirlestrar (12F): Farið er yfir viðfangsefni, hugtök og aðferðir í erfðafræði. Fjallað er um gen, samsætur, erfðamengi, litninga, mítósu og meiósu, mendelískar, mítókondríu- og fjölþátta erfðir, erfðatölfræði, tengslagreiningu og genakortlagningu, þróun og þroskunarfræði. Dæmi eru tekin um notkun erfðafræði í læknisfræði. Kynning á upplýsingatækni í erfðafræði og skyldum greinum.

Hæfniviðmið:

Að loknu námskeiði er ætlast til að nemendur geti:

  • útskýrt helstu kenningar, hugtök og aðferðir frumulíffræði og erfðafræði.
  • útskýrt grundvallaratriði frumulíffræði þ.m.t. byggingu og starfsemi allra hluta og frumulíffæra eðlilegrar spendýrsfrumu auk þess að geta útskýrt byggingu og starfsemi erfðaefnisins og lögmál erfða.
  • beitt þekkingu sinni í erfðafræði og frumulíffræði til skilnings á sjúklegum afbrigðum og erfðum sjúkdóma.
  • tjáð sig skipulega um efni námskeiðsins í ræðu og riti, ritað stuttar skýrslur og kynnt slíkt efni munnlega.
  • framkvæmt verk á rannsóknastofu samkvæmt tilsögn og leiðbeiningu á grundvelli fræðilegrar þekkingar og skilnings.
  • lesið af nokkrum skilningi vísindalegar greinar í fræðiritum um frumulíffræði og erfðafræði, lagt á þær mat og áttað sig á megininntakinu.
  • miðlað megininntaki vísindagreina í frumulíffræði og erfðafræði til sérfræðinga og almennings.
Umsjón:
Umsjónarkennari
Margrét Helga Ögmundsdóttir
Dósent
 Nánar

Kennari
Eiríkur Steingrímsson
Prófessor
 Nánar

Kennari
Hilmar Viðarsson

Kennari
Jón Jóhannes Jónsson
Prófessor
 Nánar

Kennari
Magnús Karl Magnússon
Prófessor
 Nánar

Kennari
Sigurður Rúnar Guðmundsson
Aðstoðarmaður
 Nánar

Kennari
Þengill Fannar Jónsson
Meistaranemi
 Nánar
Undanfarar / Forkröfur:
 Námskeiðið er ætlað læknanemum.
Bækur:

Bókalisti er óstaðfestur Bókalisti er óstaðfestur

 Lesefni  Nussbaum, McInnes, Willard: Thompson and Thompson Genetics in Medicine, 7th edition, Saunders Elsevier 2007.
 Lesefni  Alberts et al: Molecular Biology of the Cell, 5. útgáfa, Garland Science 2008.
 Aukaefni  Geoffrey Cooper: The Cell: A Molecular Approach, 8th edition, Sinauer Associates 2018.
 Aukaefni  Lodish et al: Molecular Cell Biology, 6th ed., Freeman 2008.
 Aukaefni  Eberhard Passaage: Color Atlas of Genetics, 2nd ed., 2001.
Annað lesefni:
Lesefni á heimasíðu National Center for Biotechnology Information.
Námsleiðir: