Meginmarkmið námskeiðsins er að nemendur öðlist góða grunnþekkingu á stjórnskipun Íslands, kunni skil á megineinkennum hennar og helstu ákvæðum stjórnarskrár lýðveldisins Íslands, nr. 33/1944 svo og helstu undirstöðuatriðum þjóðaréttarins. Nemendur verði færir um að leysa úr lögfræðilegum álitaefnum þar sem reynir á stjórnarskrána, með sérstakri áherslu á mannréttindaákvæði hennar og áhrif þjóðréttarsamninga í íslenskum rétti.
Nemandi sem hefur lokið prófi í Stjórnskipunarrétti og ágripi af þjóðarétti skal geta:
Þekking:
- fjallað um helstu helstu hugtök á sviði stjórnskipunarréttar og hugmyndafræðilegan og sögulegan uppruna þeirra.
- gert grein fyrir helstu kenningum um stöðu stjórnarskrárinnar sem réttarheimildar og sjónarmiðum um túlkun hennar,
- gert grein fyrir grunnreglum þjóðaréttarins og réttarheimildum hans og kunni skil á tengslum landsréttar og þjóðaréttar,
- gert grein fyrir stjórnarskrávernduðum mannréttindum og stefnumarkandi dómum um þau.
Leikni:
- greint lögfræðileg álitaefni á sviði stjórnskipunarréttar og þjóðaréttar
- sett fram faglega rökstudda úrlausn á lögfræðilegu álitaefni á réttarsviðunum,
- leyst með lagalega viðurkenndum hætti úr raunhæfum verkefnum á réttarsviðunum.
Hæfni:
- tekist á við frekara háskólanám í stjórnskipunar- og þjóðarétti og skyldum greinum,
- unnið sjálfstætt og sýnt víðsýni í hugsun sem nýtist í námi og starfi,
- tjáð sig skriflega um greiningu og mat á helstu efnisatriðum og álitamálum á faglegan, markvissan og skýran hátt,
- tjáð skriflega niðurstöður um úrlausn raunhæfra verkefna á réttarsviðinu á faglegan, markvissan og skýran hátt.
Viðfangsefni námskeiðsins er stutt yfirlit yfir meginreglur og hugtök helstu sviða hins íslenska réttarkerfis, þ.e stjórnskipunarréttar, stjórnsýsluréttar, réttarfars, samninga- og kröfuréttar, skaðabótaréttar og refsiréttar. Tilgangur námskeiðsins er að veita nemendum innsýn í gildandi rétt áður en hafist er handa við að fjalla um hina lagalegu aðferð og grunnhugtök lögfræðinnar í "Almennri lögfræði". Námskeiðið er kennt á fyrstu 3-4 vikum haustmisseris og skal próf haldið í síðustu viku september og sjúkra og upptökupróf í lok verkefnaviku í október.
Þekking: Sá sem hefur lokið Inngangi að lögfræði/sem aukagrein skal hafa öðlast:
- þekkingu á meginreglum, grundvallaratriðum og hugtökum helstu sviða hins íslenska réttarkerfis, þ.e. stjórnskipunarréttar, stjórnsýsluréttar, réttarfars, samninga- og kröfuréttar, skaðabótaréttar, eignaréttar, fjölskyldu- og barnaréttar og refsiréttar.
- nánar tiltekið þekkingu á helstu hugtökum á sviði lögfræði og kunna skil á grunnatriðum íslensks réttarkerfis.
Leikni: Sá sem hefur lokið Inngangi að lögfræði/sem aukagrein skal hafa kunnáttu (leikni) til að geta:
- gert grein fyrir helstu efnisreglum á meginsviðum íslensk réttar.
- útskýrt mun á réttarreglum eftir eðli og tegund einstakra réttarsviða.
- borið saman og greint hvað það er sem skilur einstök réttarsvið að.
Hæfni: Sá sem hefur lokið Inngangi að lögfræði/sem aukagrein skal geta nýtt þekkingu sína og leikni í starfi og/eða frekari námi. Hann skal:
- geta gert skriflega grein fyrir helstu meginsviðum íslensks réttar, þ. á m. úrlausnum, og greint á milli rangra og réttra fullyrðinga um þessi atriði.
- tjáð sig um meginreglur, grundvallaratriði og hugtök íslensks réttar.
- leyst úr einföldum raunhæfum álitaefnum þar sem reynir á reglur ólíkra réttarsviða.
Æskileg undirstaða LÖG103G Almenn lögfræði ásamt ágripi af réttarsögu
Í námskeiðinu er fjallað ítarlega um hina lagalegu aðferð, ýmis grunnhugtök lögfræðinnar sem henni tengjast og um sögulega þróun íslensks réttar. Meginefni námskeiðsins er tvískipt: Í fyrri hluta, réttarheimildafræði, er fjallað um réttarheimildirnar, rétthæð þeirra og innbyrðis samband og farið yfir þróun íslensks réttar og réttarskipunar frá landnámi fram á okkar daga auk þess sem stjórnskipunarsaga landsins er rædd. Einnig er fjallað um réttarkerfið, birtingu laga, skil eldri laga og yngri og afturvirkni laga. Í síðari hluta námskeiðsins, lögskýringarfræði, er fjallað um kenningar og hugmyndir um túlkun lagaákvæða og farið ítarlega yfir þær lögskýringaraðferðir sem eru almennt viðurkenndar í íslenskri réttarframkvæmd. Í heild er námskeiðinu ætlað að gefa heildstæða mynd af því hvernig komist er að lagalegri niðurstöðu að íslenskum rétti. Sjúkra- og upptökupróf eru eingöngu haldin á vorpróftímabili en ekki á sumarpróftímabili.
Meginmarkmið námskeiðsins er að kynna nemendur fyrir hinni lagalegu aðferðarfræði, grunnhugtökum sem henni tengjast sem og sögulegri þróun íslensks réttar.
Þekking: Nemandi sem staðist hefur próf í almennri lögfræði ásamt ágripi af réttarsögu á að:
- þekkja helstu einkenni lögfræðinnar sem vísindagreinar
- þekkja helstu hugtök á sviði almennrar lögfræði
- hafa yfirsýn yfir fræðikerfi lögfræðinnar
- þekkja réttarheimildir íslensks réttar
- þekkja helstu kenningar í lögskýringarfræði og kunna skil á þeim lögskýringaraðferðum sem notast er við í íslenskum rétti, einkum í dómum Hæstaréttar Íslands og álitum umboðsmanns Alþingis
- þekkja megindrætti íslenskrar réttarsögu og þróun réttarsögunnar sem fræðigreinar
Leikni: Sá sem staðist hefur próf í almennri lögfræði ásamt ágripi af réttarsögu á að:
- geta greint og metið einstök hugtaksatriði réttarheimildanna, innbyrðis vægi þeirra og kunna skil á meðferð þeirra til ályktana um gildandi rétt
- geta greint og metið einstakar aðferðir á sviði lögskýringarfræði og kunna skil á beitingu þeirra til ályktana um gildandi rétt.
- geta leyst úr raunhæfum verkefnum á sviði réttarheimilda- og lögskýringarfræði
Hæfni: Sá sem staðist hefur próf í almennri lögfræði ásamt ágripi af réttarsögu á að:
- geta útskýrt forsendur kenninga á sviði réttarheimilda- og lögskýringarfræði
- geta flokkað einstakar réttarheimildir út frá almennt viðurkenndum sjónarmiðum um gildi og vægi þeirra í íslenskri réttarframkvæmd
- geta útskýrt þær forsendur sem liggja til grundvallar einstökum lögskýringarsjónarmiðum og lögskýringaraðferðum.
- geta með skriflegum hætti gert grein fyrir kenningum á sviði réttarheimilda- og lögskýringarfræði
- geta tekist á við frekara háskólanám í einstökum greinum lögfræðinnar
Bókalisti er staðfestur
Lesefni Ritsj. Björg Thorarensen: Alþjóðlegir mannréttindasamningar sem Ísland er aðili að, Háskólaútgáfan 2012.
Lesefni Björg Thorarensen: Stjórnskipunarréttur. Undirstöður og handhafar ríkisvalds, Codex 2015.
Lesefni Björg Thorarensen: Stjórnskipunarréttur. Mannréttindi. 2. útg., Codex 2019.



