Chat with us, powered by LiveChat
 
LÖG201G Stjórnskipunarréttur ásamt ágripi af þjóðarétti
Námskeiðsheiti:
Stjórnskipunarréttur ásamt ágripi af þjóðarétti
Námskeiðslýsing:

Meginmarkmið námskeiðsins er að nemendur öðlist góða grunnþekkingu á stjórnskipun Íslands, kunni skil á megineinkennum hennar og helstu ákvæðum stjórnarskrár lýðveldisins Íslands, nr. 33/1944 svo og helstu undirstöðuatriðum þjóðaréttarins. Nemendur verði færir um að leysa úr lögfræðilegum álitaefnum þar sem reynir á stjórnarskrána, með sérstakri áherslu á mannréttindaákvæði hennar og áhrif þjóðréttarsamninga í íslenskum rétti.

Hæfniviðmið:

Nemandi sem hefur lokið prófi í Stjórnskipunarrétti og ágripi af þjóðarétti skal geta:

Þekking: 

 • fjallað um helstu helstu hugtök á sviði stjórnskipunarréttar og hugmyndafræðilegan og sögulegan uppruna þeirra.
 • gert grein fyrir helstu kenningum um stöðu stjórnarskrárinnar sem réttarheimildar og sjónarmiðum um túlkun hennar,
 • gert grein fyrir grunnreglum þjóðaréttarins og réttarheimildum hans og kunni skil á tengslum landsréttar og þjóðaréttar,
 • gert grein fyrir stjórnarskrávernduðum mannréttindum og stefnumarkandi dómum um þau.

Leikni:

 • greint lögfræðileg álitaefni á sviði stjórnskipunarréttar og þjóðaréttar
 • sett fram faglega rökstudda úrlausn á lögfræðilegu álitaefni á réttarsviðunum,
 • leyst með lagalega viðurkenndum hætti úr raunhæfum verkefnum á réttarsviðunum.

Hæfni:

 • tekist á við frekara háskólanám í stjórnskipunar- og þjóðarétti og skyldum greinum,
 • unnið sjálfstætt og sýnt víðsýni í hugsun sem nýtist í námi og starfi,
 • tjáð sig skriflega um greiningu og mat á helstu efnisatriðum og álitamálum á faglegan, markvissan og skýran hátt,
 • tjáð skriflega niðurstöður um úrlausn raunhæfra verkefna á réttarsviðinu á faglegan, markvissan og skýran hátt.
Umsjón:
Umsjónarkennari
Hafsteinn Þór Hauksson
Dósent
 Nánar

Umsjónarkennari
Kári Hólmar Ragnarsson
Lektor
 Nánar

Kennari
Ásgerður Ragnarsdóttir
Aðjunkt
 Nánar

Kennari
Björg Thorarensen

Kennari
Pétur Dam Leifsson
Gestaprófessor
 Nánar

Kennari
Þórhallur Vilhjálmsson

Aðstoðarkennari
Marta María Halldórsdóttir
Undanfarar / Forkröfur:
 Æskileg undirstaða  LÖG101G Inngangur að lögfræði
 Æskileg undirstaða  LÖG103G Almenn lögfræði ásamt ágripi af réttarsögu
Bækur:

Bókalisti er staðfestur Bókalisti er staðfestur

 Lesefni  Björg Thorarensen og Pétur Dam Leifsson: Þjóðarréttur, Codex 2011.
 Lesefni  Ritsj. Björg Thorarensen: Alþjóðlegir mannréttindasamningar sem Ísland er aðili að, Háskólaútgáfan 2012.
 Lesefni  Björg Thorarensen: Stjórnskipunarréttur. Undirstöður og handhafar ríkisvalds, Codex 2015.
 Lesefni  Björg Thorarensen: Stjórnskipunarréttur. Mannréttindi. 2. útg., Codex 2019.
Annað lesefni:
Sjá heimasvæði námskeiðsins.
Námsleiðir:
Skyldunámskeið á námsleiðinni Lögfræði, BA (180 einingar) (Fyrsta ár, Vor)
Skyldunámskeið á námsleiðinni Lögfræði, Aukagrein (60 einingar) (Óháð námsári, Vor, Alþjóðasvið)
Skyldunámskeið á námsleiðinni Lögfræði, Aukagrein (60 einingar) (Óháð námsári, Vor, Stjórnsýslusvið)
Valfrjálst námskeið á námsleiðinni Lögfræði, Aukagrein (60 einingar) (Óháð námsári, Vor, Almennt svið)