Chat with us, powered by LiveChat
 
ÍSE009G Sjálfsnám í íslensku II
Námskeiðsheiti:
Sjálfsnám í íslensku II
Námskeiðslýsing:

Námskeiðið er beint framhald af námskeiðinu ÍSE001G Sjálfsnámi í íslensku I. Í því verður unnið frekar með málfræði, hlustun og hlustunarskilning auk lesturs og orðaforða. Námskeiðið er nemendastýrt undir umsjón kennara og stjórna nemendur efnisvali og markmiðum að hluta í samráði við hann. Nemendur styðjast við gagnvirka netkennsluefnið Icelandic Online 2 plús og velja sér að auki efni með tilliti til ákveðins færniþáttar sem þeir vilja leggja frekari rækt við, þ.e. málfræði, hlustun eða lestur/orðaforða. Nemendur sækja kennslustundir þar sem þeir fá tækifæri til að spyrja spurninga og æfa það sem þeir hafa lært.

Hæfniviðmið:

Markmiðið er að nemendur:

– fái frekari innsýn í og þjálfi áfram grunnatriði íslenskrar málfræði
– dýpki orðaforða í rituðu og töluðu máli
– skilji talað mál um almenn málefni
– dýpki lesskilning og auki almennan orðaforða
– efli með sér sjálfstæði og frumkvæði í námi
– efli með sér námsaðferðir sem nýtast í frekara sjálfsnámi í íslensku

Umsjón:
Kennari
Gísli Hvanndal Ólafsson
Verkefnisstjóri
 Nánar

Kennari
Helga Jónsdóttir
Stundakennari
 Nánar

Kennari
Kolfinna Jónatansdóttir
Aðjunkt
 Nánar

Kennari
María Anna Garðarsdóttir
Aðjunkt
 Nánar
Undanfarar / Forkröfur:
 Nauðsynleg undirstaða  ÍSE001G Sjálfsnám í íslensku I
 Aðeins fyrir skráða nemendur í Íslensku sem annað mál, hagnýtt nám.
Bækur:
Engar kennslubækur hafa verið skráðar
Annað lesefni: