Chat with us, powered by LiveChat
 
SAG101G Sagnfræðileg vinnubrögð
Námskeiðsheiti:
Sagnfræðileg vinnubrögð
Námskeiðslýsing:

Fjallað er um sérstöðu og einkenni sagnfræði og hvernig sambandi hennar við aðrar fræðigreinar er háttað. Rannsóknatækni sagnfræðinga er kynnt sem og fræðileg vinnubrögð í sagnfræði, einkum heimildafræði, megindlegar aðferðir í sagnfræði og ritgerðasmíð. - Námskeiðið skal taka á fyrsta misseri í sagnfræðinámi (öðru misseri fyrir þá nemendur sem byrja um áramót).

Hæfniviðmið:

Stefnt er bæði að fræðilegri og hagnýtri hæfni nemenda í námskeiðinu. Fræðilega hæfnin lýtur einkum að skilningi á einkennum sagnfræði sem fræðigreinar, sérkennum hennar, aðferðum (megindlegum og eigindlegum) og tengslum við aðrar greinar. Hagnýta hæfnin lýtur að þekkingu á helstu frumheimildaflokkum íslenskrar sögu, grundvallargetu til að rannsaka sagnfræðileg efni og undirstöðuatriðum í ritgerðasmíði.

1. Þekking og skilningur

Nemandi

 • búi yfir þekkingu á ýmsum undirstöðuatriðum og hugtökum í sagnfræði.
 • hafi skilning á ólíkum sjónarmiðum og aðferðum við rannsóknir á fortíðinni.
 • skilji hvað gagnrýnið sögulegt sjónarhorn felur í sér og átti sig á því að fortíðin hefur áhrif í samtímanum.
 • geri sér grein fyrir mikilvægi þekkingar á fortíðinni í samfélagi nútímans.
 • hafi kynnst ólíkum heimildum og viti af helstu heimildaflokkum.
 • kunni skil á helstu atriðum heimildarýni.
 • sé heima í eigindlegum og megindlegum aðferðum sem beitt er við sagnfræðirannsóknir. 

2.  Hagnýt og fræðileg hæfni

Nemandi

 • geti nýtt sér í ræðu og riti þau undirstöðuatriði í sagnfræðilegum vinnubrögðum sem hann hefur numið.
 • geti aflað gagna sem tengjast einföldum úrlausnarefnum í sagnfræði og greint aðalatriði frá aukaatriðum.
 • hafi tamið sér sjálfstæð vinnubrögð í nokkrum mæli.
 • hafi vald á faglegum og bókfræðilegum frágangi ritsmíða.
 • hafi kunnáttu til að setja fram tölulegar upplýsingar á vandaðan hátt, gagnrýna óvandaða framsetningu þeirra og beita tölfræðilegum aðferðum.
 • geti lagt mat á gæði fræðimennsku.
 • sé sjálfstæður að vissu marki og sýni ákveðið frumkvæði í námi.
 • geti nýtt sér almenna upplýsingatækni.
 • geti nýtt sér helsta hugbúnað við þekkingarleit og öflun upplýsinga. 

3. Hæfni til samskipta 

Nemandi

 • hafi vissa hæfni til að taka þátt í samræðum um sagnfræðileg efni og rökræða þau
Umsjón:
Kennari
Erla Hulda Halldórsdóttir
Prófessor
 Nánar

Kennari
Ragnheiður Kristjánsdóttir
Prófessor
 Nánar
Undanfarar / Forkröfur:
Ekkert tilgreint
Bækur:
Engar kennslubækur hafa verið skráðar
Annað lesefni:
Fjöldi greina og bókarkafla auk annars efnis.
Námsleiðir:
Valfrjálst námskeið á námsleiðinni Klassísk fræði, Aukagrein (60 einingar) (Óháð námsári, Haust)
Skyldunámskeið á námsleiðinni Sagnfræði, Aukagrein (60 einingar) (Óháð námsári, Haust)
Skyldunámskeið á námsleiðinni Sagnfræði, BA (120 einingar) (Fyrsta ár, Haust)
Skyldunámskeið á námsleiðinni Sagnfræði, BA (180 einingar) (Fyrsta ár, Haust)
Valfrjálst námskeið á námsleiðinni Listfræði, BA (120 einingar) (Óháð námsári, Haust)
Valfrjálst námskeið á námsleiðinni Klassísk mál, BA (180 einingar) (Annað ár, Haust)
Valfrjálst námskeið á námsleiðinni Klassísk mál, BA (120 einingar) (Annað ár, Haust)
Valfrjálst námskeið á námsleiðinni Klassísk mál, Aukagrein (60 einingar) (Óháð námsári, Haust)