SÆN101G Sænsk málnotkun I
Námskeiðsheiti:
Sænsk málnotkun I
Námskeiðslýsing:
Lögð verður áhersla á talað mál, orðaforða, ásamt færni í að tala eðlilega og fjölbreytta sænsku. Markmiðið er að nemendur nái góðum tökum á að nota sænsku til tjáskipta. Lestur, talmál, munnlegar æfingar í nútímasænsku. Ætlast er til að nemendur hafi a.m.k. grunnþekkingu í sænsku fyrir. Nemendur í fjarnámi gera æfingar skriflega eða taka upp myndbönd eða hljóðskrár þar sem þeir svara spurningum vikunnar.
Lokaprófið er munnlegt fyrir alla og þá á Teams fyrir þá sem komast ekki á staðinn.
Hæfniviðmið:
Nemandi sem klárað hefur Málnotkun I á að hafa náð færni í eftirfarandi:
- að tala og/eða skrifa sænsku þannig að hún hljómi eðlileg og er auðskiljanleg
- að þekkja grunninn í blæbrigði sænsks máls
- að geta talað sænsku og svarað spurningum af mismunandi toga
- að skilja nokkuð fjölbreytta sænsku, þ.e. getað þekkt grundvallar orðaforða á nokkrum mismunandi sviðum
Undanfarar / Forkröfur:
Ekkert tilgreint
Bækur:
Engar kennslubækur hafa verið skráðar
Annað lesefni:
Námsleiðir:


