Í námskeiðinu læra nemendur grundvallarreglur danskrar málfræði og beita þeim í talmáli og ritmáli. Nemendur verða að kunna skil á fræðilegri orðræðu um efnið.
Einnig verður farið í byggingu dansks máls. Námskeiðið er bæði fræðilegt og hagnýtt með áherslu á hvað er líkt og ólíkt með dönskri og íslenskri beyginga- og setningafræði. Nemendur vinna með fræðilega texa um efnið og nota þekkingu sína til að greina orð og setningar með tilliti til merkingar, beyginga og setningafræði. Nemendur vinna með hagnýt verkefni í tengslum við fræðin.
1.1. Í námskeiðinu verður farið í byggingu dansks máls.
2.1. Námskeiðið er bæði fræðilegt og hagnýtt með áherslu á hvað er líkt og ólíkt með danskri og íslenskri beyginga- og setningafræði.
3.1. Að nemendur geti beitt grundvallarreglum danskrar málfræði í talmáli og ritmáli.
3.2. Að nemendur þekki tiltæk hjálpargögn og kunni að nota þau.
4.1. Nemendur verða að kunna skil á fræðilegri orðræðu um efnið.
5.1. Nemendur geti unnið með öðrum við að leysa úr mismunandi viðfangsefnum
5.2. Nemendur geti notað nútíma tækni og hugbúnað við öflun og meðferð gagna
6.1. Nemendur hafa þróað nauðsynlega námstækni og sjálfstæð vinnubrögð sem gagnast í frekara námi.
Bókalisti er óstaðfestur







