Námskeiðið er inngangur að jarðeðlisfræði hinnar föstu jarðar. Fjallað er um byggingu jarðar, lögun hennar og snúning, þyngdarsvið og þyngdarmælingar, flóðkrafta, segulsvið, segulsviðsmælingar og bergsegulmagn, jarðskjálfta, jarðskjálftamælingar og jarðskjálftabylgjur, bylgjubrots- og endurkastsmælingar auk varmaleiðni og hita í iðrum jarðar. Rannsóknir í jarðeðlisfræði á Íslandi verða kynntar.
Verklegar æfingar fara fram innan og utanhúss á formi vikulegra dæmatíma og þjálfunar í notkun jarðeðlisfræðilegra mælitækja. Nemendur skrifa einnig ritgerð um valið efni í jarðeðlisfræði.
Í lok námskeiðs eiga nemendur að:
- hafa yfirsýn yfir eðlisfræði hinnar föstu jarðar og geti útskýrt í grófum dráttum þyngdarsvið og segulsvið jarðar, geislavirkni, aldursgreiningar, hita og varma í jörðu, fjaðurbylgjur og jarðskjálfta.
- þekkja hugtakið frávik, geti skýrt merkingu þess og lýst hvernig það er notað í jarðeðlisfræði.
- geta beitt aðferðum sígildrar eðlisfræði eins og hún er kennd á 1. ári í háskóla til að leysa einföld verkefni í eðlisfræði hinnar föstu jarðar
- hafa kynnst bylgjubrotsmælingum, endurkastsmælingum, segul- og þyngdarmælingum að því marki að geta beitt einföldustu lausnaraðferðum við könnun á byggingu jarðlaga. Þá skulu nemendur geta bent á dæmi um aðstæður þar sem viðnáms- og radarmælingar geti komið að gagni.
Markmið: Að kynna nemendum aðferðir og grundvallarlögmál aflfræði, bylgjufræði og varmafræði til þeirrar hlítar að þeir geti beitt þeim við lausn dæma. Námsefni: Hugtök, einingar, tölur, víddir. Vigrar. Gangfræði. Hreyfifræði agna, tregða, kraftar og lögmál Newtons. Núningur. Vinna og orka og varðveisla orkunnar. Skriðþungi, árekstrar. Agnakerfi, massamiðja. Snúningur stjarfhlutar. Hverfiþungi og hverfitregða. Stöðufræði. Þyngd. Storka og straumefni, jafna Bernoullis. Sveiflur: Hreinar, deyfðar og þvingaðar. Bylgjur. Hljóð. Hiti. Kjörgas. Varmi og fyrsta lögmál varmafræðinnar. Kvikfræði gasa. Óreiða og annað lögmál varmafræðinnar. Heimadæmi: Einu sinni í viku skila nemendur heimadæmum sem þeir leysa á vef MasteringPhysics.
Námskeiðið er kennt með námskeiðinu EÐL102G en með öðrum áherslum t.d. í dæmareikningi og fræðilegum tökum. Á misserinu eru nokkrir aukafyrirlestrar um rannsóknir þar sem koma fyrirlesarar úr hópi fastra kennara, sérfræðinga og stundakennara í eðlisfræðideild.
Í lok námskeiðs eiga nemendur að
-- geta leyst einföld verkefni í almennri aflfræði stakra agna og stjarfra
hluta í þremur víddum.
-- geta leyst einföld verkefni í varmafræði
-- þekkja helstu eiginleika straumefna
-- geta lýst sveiflum; hreintóna, deyfðum og þvinguðum.
-- geta leyst einföld verkefni í tengslum við hljóðfræði og bylgjur.
-- hafa tamið sér traustvekjandi verklag við gagnasöfnun og gagnavinnslu
Markmið þessa námskeiðs er að styrkja og breikka undirstöðuþekkingu nemenda á eðlisfræði þannig að þeir geti; a) sett fram og notað einföld líkön til að lýsa náttúrufyrirbærum, b) aflað sér frekari þekkingar þegar beita þarf eðlisfræði, c) lesið úr stærðfræðilegri lýsingu á náttúrulegum ferlum.
Námsefni: Aflfræði með áherslu á vinnu og orku, snúningshreyfingu og sveiflur. Vökvar. Varmafræði og varmaskipti. Hljóð og hljóðbylgjur. Rafkraftar, raf- og segulsvið.
Í verklegu æfingum kynnast nemendur ýmis konar búnaði, m.a. sveiflusjám, fjölmælum og litrófsgreini. Áhersla er lögð á þjálfun vinnulags við gagnasöfnun og gagnameðferð.
Í lok námskeiðsins eiga nemendur að:
- hafa grunnþekkingu í aflfræði
- hafa grunnþekkingu í varmafræði
- þekkja helstu eiginleika einfaldra vökva
- hafa góða grunnþekkingu á rafsviðum og segulsviðum
- hafa þjálfun í gagnasöfnun og gagnavinnslu.
Bókalisti er óstaðfestur
Lesefni A.E. Mussett and M.A. Chan: Looking into the Earth, Cambridge University Press 2000.



