Chat with us, powered by LiveChat
 
JEÐ201G Almenn jarðeðlisfræði
Námskeiðsheiti:
Almenn jarðeðlisfræði
Námskeiðslýsing:

Námskeiðið er inngangur að jarðeðlisfræði hinnar föstu jarðar. Fjallað er um byggingu jarðar, lögun hennar og snúning, þyngdarsvið og þyngdarmælingar, flóðkrafta, segulsvið, segulsviðsmælingar og bergsegulmagn, jarðskjálfta, jarðskjálftamælingar og jarðskjálftabylgjur, bylgjubrots- og endurkastsmælingar auk varmaleiðni og hita í iðrum jarðar. Rannsóknir í jarðeðlisfræði á Íslandi verða kynntar.
Verklegar æfingar fara fram innan og utanhúss á formi vikulegra dæmatíma og þjálfunar í notkun jarðeðlisfræðilegra mælitækja. Nemendur skrifa einnig ritgerð um valið efni í jarðeðlisfræði.

Hæfniviðmið:

Í lok námskeiðs eiga nemendur að:

  • hafa yfirsýn yfir eðlisfræði hinnar föstu jarðar og geti útskýrt í grófum dráttum þyngdarsvið og segulsvið jarðar, geislavirkni, aldursgreiningar, hita og varma í jörðu, fjaðurbylgjur og jarðskjálfta.
  • þekkja hugtakið frávik, geti skýrt merkingu þess og lýst hvernig það er notað í jarðeðlisfræði.
  • geta beitt aðferðum sígildrar eðlisfræði eins og hún er kennd á 1. ári í háskóla til að leysa einföld verkefni í eðlisfræði hinnar föstu jarðar
  • hafa kynnst bylgjubrotsmælingum, endurkastsmælingum, segul- og þyngdarmælingum að því marki að geta beitt einföldustu lausnaraðferðum við könnun á byggingu jarðlaga. Þá skulu nemendur geta bent á dæmi um aðstæður þar sem viðnáms- og radarmælingar geti komið að gagni.
Umsjón:
Umsjónarkennari
Magnús Tumi Guðmundsson
Prófessor
 Nánar

Kennari
Halldór Geirsson
Dósent
 Nánar

Kennari
Hanna Blanck
Náttúrufræðingur
 Nánar
Undanfarar / Forkröfur:
 Nauðsynleg undirstaða  EÐL103G Eðlisfræði 1 R eða EÐL101G Eðlisfræði B
Bækur:

Bókalisti er óstaðfestur Bókalisti er óstaðfestur

 Lesefni  C.M.R. Fowler: The Solid Earth, Cambridge University Press 2004.
 Lesefni  A.E. Mussett and M.A. Chan: Looking into the Earth, Cambridge University Press 2000.
Annað lesefni:
Magnús Tumi Guðmundsson og Páll Einarsson: glósur í Almennri jarðeðlisfræði. Annað lesefni: Samkvæmt nánari ákvörðun kennara.
Námsleiðir:
Skyldunámskeið á námsleiðinni Jarðeðlisfræði, BS (180 einingar) (Fyrsta ár, Vor)
Skyldunámskeið á námsleiðinni Jarðfræði, BS (180 einingar) (Fyrsta ár, Vor)
Valfrjálst námskeið á námsleiðinni Eðlisfræði, BS (180 einingar) (Óháð námsári, Vor)
Valfrjálst námskeið á námsleiðinni Menntun framhaldsskólakennara, MS (120 einingar) (Óháð námsári, Vor, Eðlisfræðikennsla (Raunvísindadeild))