Chat with us, powered by LiveChat
 
UME201G Samskipti í uppeldis- og fræðslustarfi
Námskeiðsheiti:
Samskipti í uppeldis- og fræðslustarfi
Námskeiðslýsing:

Nemar kynnast helstu kenningum og rannsóknum um árangursríka samskiptahætti í uppeldis- og fræðslustörfum á vettvangi fjölskyldna, skóla og annarra stofnana. Fjallað er um vináttu, leik, samskiptahæfni barna og unglinga og áskoranir í samskiptum jafnt innan skóla sem utan. Nemendur kynna sér og vinna verkefni um innlend og erlend samskiptaverkefni sem miða að því að efla félags-, og samskiptahæfni barna og unglinga í fjölmenningarlegu nútímasamfélagi.

Vinnulag:
 Kennsla fer fram með fyrirkomulagi vendikennslu sem felst í upptökum frá kennurunum og/eða fyrirlestrum í tímum og umræðum og hópavinnu í tímum. Í þessu námskeiði er fyrirkomulag fyrir fjarnema Fjarnám með virkniskyldu í rauntíma.

Hæfniviðmið:

Í lok námskeiðsins á nemandi að geta:

  • Útskýrt lykilhugtök sem snúa að félags- og samskiptahæfni og samskiptum í uppeldis- og fræðslustarfi.
  • Borið saman og metið hugtök og kenningar um félags- og samskiptahæfni og samskipti í uppeldis- og fræðslustarfi.
  • Rökrætt álitamál í kenningum og rannsóknum á 1) samskiptum barna og unglinga við aðila í nærumhverfi sínu, 2) samskiptahæfni þeirra og 3) áskorunum í samskiptum.
  • Útskýrt nokkur dæmi um hagnýtt starf, samskiptaverkefni og verkfæri sem miða að því að efla samskiptahæfni barna og unglinga, á sjálfstæðan, faglegan og gagnrýnin hátt.
  • Rökstutt hvernig hagnýtt starf, samskiptaverkefni og verkfæri sem miða að því að efla samskiptahæfni barna og unglinga byggjast á eða tengjast kenningum og rannsóknum á sviðinu.
  • Tjáð sig skýrt og skipulega bæði munnlega og skriflega um viðfangsefni og álitamál þessa fræðasviðs.
Umsjón:
Umsjónarkennari
Eyrún María Rúnarsdóttir
Lektor
 Nánar

Kennari
Bryndís Jóna Jónsdóttir
Aðjunkt
 Nánar
Undanfarar / Forkröfur:
 Æskileg undirstaða  UME101G Inngangur að uppeldis- og menntunarfræði
 Æskileg undirstaða  MMB101G Vinnulag í háskólanámi
Bækur:

Bókalisti er óstaðfestur Bókalisti er óstaðfestur

 Skyldulesning  Bukowski, W. M., Laursen, B. og Rubin, K. H. (ritstj.): Handbook of peer interactions, relationships, and groups (2. útg)., New York: The Guildford Press. 2018.
 Skyldulesning  Sigrún Aðalbjarnardóttir: Virðing og umhyggja: Ákall 21. aldar, Heimskringla, Háskólaforlag Máls og menningar 2007.
Annað lesefni: