FÉL404G Nútímakenningar í félagsfræði
Námskeiðsheiti:
Nútímakenningar í félagsfræði
Námskeiðslýsing:
Fjallað verður um nokkrar helstu kenningar í félagsfræði á 20. öld, m.a. vísindaheimspekilegar forsendur kenninga í þjóðfélagsfræðum, samskiptakenningar, átakakenningar og verkhyggju. Nemendur velja nýjar fræðibækur og tengja efni þeirra við þær kenningar sem fjallað er um í námskeiðinu.
Hæfniviðmið:
Í lok námskeiðs á nemandi geta:
- greint frá helstu nútímakenningum félagsfræðinnar á 20. og 21. öld
- greint frá helstu höfundum nútímakenninga félagsfræðinnar á 20. og 21. öld
- greint frá vísindaheimspekilegum forsendum nútímakenninga í félagsfræði
- borið saman og greint hvað skilur að ólíkar nútímakenningar
- sett fram á gagnrýnan hátt rökstuddar skoðanir á kenningunum
- greint og túlkað samfélagsmál í ljósi kenninganna
Umsjón:
Undanfarar / Forkröfur:
Ekkert tilgreint
Bækur:
Bókalisti er óstaðfestur
Annað lesefni:
Námsleiðir:


