FRG205G Áföll, sorg og sálræn skyndihjálp
Námskeiðsheiti:
Áföll, sorg og sálræn skyndihjálp
Námskeiðslýsing:
Markmið námskeiðsins er að nemendur öðlist grunnþekkingu á áföllum og áhrifum þeirra á samfélög og einstaklinga. Fjallað verður um skipulag almannavarna og áfallastjórnun og sérstök áhersla lögð á að kynna hlutverk félagsráðgjafa á þeim vettvangi. Þá er rætt um gildi sálræns stuðnings við þolendur áfalla og helstu þætti sálrænnar skyndihjálpar og áfallahjálpar. Einnig verður rætt um skilgreiningar á áföllum, líkamleg og sálræn einkenni þeirra og áfallastreituviðbrögð.
Hæfniviðmið:
Við lok námskeiðs skulu nemendur:
- Hafa grundvallar þekkingu á sorg, áföllum og hamförum og áhrifum þeirra á samfélög og einstaklinga.
- Hafa þekkingu á vinnuaðferðum félagsráðgjafa í kjölfar samfélagslegra áfalla.
- Hafa þekkingu á íslensku almannavarnakerfinu og helstu áherslum í áfallastjórnun.
- Hafa góða þekkingu á sálrænni skyndihjálp og skipulagi áfallahjálpar á Íslandi.
Umsjón:
Undanfarar / Forkröfur:
Ekkert tilgreint
Bækur:
Engar kennslubækur hafa verið skráðar
Annað lesefni:
Námsleiðir:


