Chat with us, powered by LiveChat
 
STJ501G Opinber stefnumótun
Námskeiðsheiti:
Opinber stefnumótun
Námskeiðslýsing:

Námskeiðið skiptist upp í þrá meginþætti: Í fyrsta lagi, (a) kynningu á fræðilegum bakgrunni stefnumótunar hins opinbera og þeim  aðferðum  sem beitt er innan félagsvísindanna til að útskýra og skapa skilninga á samfélagslegum fyrirbærum , og (b) inngangi að þeim tegundum sjónarmiða (þ.e. skilvirkni, jöfnuði, einstaklingsfrelsi og samfélagslegri samstöðu) sem helst er byggt á og vísað er til þegar tekist er á um markmið  opinberrar stefnumótunar.. Í öðru lagi, verður fjallað um nokkur helstu viðfangsefni opinberrar stefnumótunar og á þessu námskeiði hafa eftirtalin viðfangsefni verið valin, þ.e. umhverfis- og loftslagsmál, heilbrigðismál, skattamál og menntamál. Í þriðja lagi verður farið í stefnumótunarferlið og  áherslan lögð á svokallaðar dagskrárkenningum (agenda-setting theories), þ.e. hvernig mál komast á dagskrá ríkisstjórna og hvað skýri það að stundum verða stefnumál hins opinbera að veruleika og stundum ekki, - og hvernig hvatar ýmiskonar og umhverfi ákvarðanatöku hjá hinu opinbera getur haft áhrif á innleiðingu og árangur opinberrar stefnumótunar. 

Hæfniviðmið:

Að loknu námskeiða á nemandi að geta:

  • Útskýrt markaðsbresti (market failure) og skilgreint hvað það er sem talið er réttlæta forgöngu og/eða aðkomu hins opinbera að málefnum samfélagsins,
  • Tilgreint helstu ákvarðanatökukenningar stjórnsýslufræðanna og gefið lýsingu á hinum ýmsu stigum/þrepum opinberrar stefnumótunar (the policy making process), og útskýrt hvernig stefnumótunarferlið virkar.
  • Tilgreint og lýst þeim sjónarmiðum (views) og hagsmunum (interests) sem takast á í einstaka málaflokkum opinberrar stefnumótunar,
  • Tilgreint og skilgreint helstu þátttakendur (policy actors) í stefnumótunatferlinu og útskýrt hvað stýrir eða hefur áhrif á þátttöku þeirra og hegðun,
  • Greint, lýst og útskýrt það samhengi sem ákvarðanir og stefnumótun hins opinbera gerist í hverju sinni (policy context).
  • Tilgreint og beitt viðeigandi kenningum við greiningu á einstaka málefnum samfélagsins og líðandi stundar, og dregið af þeim fræðilegar og hagnýtar ályktanir.
Umsjón:
Kennari
Eiríkur Búi Halldórsson

Umsjónarmaður
Agnar Freyr Helgason
Dósent
 Nánar
Undanfarar / Forkröfur:
Ekkert tilgreint
Bækur:
Engar kennslubækur hafa verið skráðar
Annað lesefni:
Námsleiðir: