Chat with us, powered by LiveChat
 
ÞRS312G Siðfræði og fagmennska
Námskeiðsheiti:
Siðfræði og fagmennska
Námskeiðslýsing:

Í þessu námskeiði er farið í siðfræði með áherslu á nytjastefnu, réttarstefnu (skyldukenningar), mannréttindi og siðfræðileg hugtök eins og sjálfræði, velferð, friðhelgi einkalífs og virðingu. Jafnframt er fjallað um tengsl fagmennsku og siðferðis.

Áhersla er lögð á að tengja hina fræðilegu umfjöllun við siðferðileg álitamál í starfi fagstétta sem vinna með margvíslegum hópum í samfélaginu

Hæfniviðmið:

Þekking. Nemendur geti sagt frá og útskýrt:

  • Siðfræðikenningar, þ. á m. nytjastefnuna, skyldukenningu Kants, dygðasiðfræði og kenningar um samfélagssáttmála.
  • Valda mannréttindasáttmála og kenningar um mannréttindi og forsendur þeirra.
  • Lykilhugtök í siðfræði, þ. á m. hugtökin sjálfræði, velferð, friðhelgi einkalífs og virðingu.
  • Siðferðilegar forsendur hugmynda um fagmennsku og trúnað og siðareglur starfsstétta og vinnustaða.

Leikni. Nemendur geti beitt þekkingu sinni til að:

  • Greina siðferðileg álitamál í starfi.
  • Rökstyðja og meta ákvarðanir.

Hæfni. Nemendur geti:

  • Aflað sér þekkingar á sviði siðfræði.
  • Unnið með öðrum að lausn siðferðilegra álitamála.
  • Endurmetið eigin afstöðu í ljósi ábendinga frá öðrum.

Þessum hæfniviðmiðum er öllum ætlað að þjóna meginmarkmiði námskeiðsins sem er að nemendur geti tekist með skynsamlegum hætti á við siðferðileg álitamál í faglegu starfi. 

Umsjón:
Umsjónarkennari
Jón Ásgeir Kalmansson
Aðjunkt
 Nánar
Undanfarar / Forkröfur:
Ekkert tilgreint
Bækur:

Bókalisti er staðfestur Bókalisti er staðfestur

 Skyldulesning  Rachels, J.: Stefnur og straumar í siðfræði, Siðfræðistofnun / Háskólaútgáfan 1997.
 Skyldulesning  Ástríður Stefánsdóttir og Vilhjálmur Árnason: Sjálfræði og aldraðir, Háskólaútgáfan 2004.
Annað lesefni:
Listi yfir lesefni birtist í kennsluáætlun.