Markmið
Að nemandinn öðlist skilning á handknattleik þ.e. leikskipulagi, þjálfun barna og unglinga og helstu leikreglum. Í námskeiðinu verða helstu áhersluatriði við þjálfun barna og unglinga í handknattleik tekin fyrir. Hlutverk þjálfara, kennsluaðferðir, samskipti og hvaða þjálffræðilegar áherslur eigi að vera í barna og unglingaþjálfun.
Að nemandinn hafi aukið færni og þekkingu í þjálfun og kennslu handknattleiks barna og unglinga og geti sett sér og öðrum markmið varðandi þjálfun, starfsáætlanir og kennsluáætlanir. Lögð er áhersla á sjálfstæð vinnubrögð nemanda.
Að nemendi geti nýtt sér fræðilega og verklega þekkingu til að greina og meta ólík viðfangsefni innan handknattleiksþjálfunar og geti réttlætt ákvarðanir tengdar þjálfun barna og unglinga á fræðilegan og faglegan hátt. Hafi þekkingu og hæfni til að útskýra helstu kenningar og hugtök í kennslufræði og þjálffræði sem tengjast handknattleik.
Að nemandi taki virkan þátt í námskeiði og hópavinnu, sýni faginu áhuga og sé fær um að miðla þekkingu og hugmyndum til annarra í námskeiðinu.
Að nemandi sýni sjálfstæð vinnubrögð, frumleika og víðsýni sem nýtist við þjálfun barna og unglinga í handknattleik.
Inntak / viðfangsefni
Farið er í þjálfun helstu grunnatriða í varnar- og sóknarleik handknattleiks. Greint verður frá helstu grunnhugtökum í leikfræði handknattleiks. Áhersla er lögð á barna og unglingaþjálfun. Námskeiðið er að stærstum hluta verklegt og lögð er áhersla á að nemendur séu virkir og taki þátt í kennslu og öðlist færni í að miðla kunnáttu á námskeiðinu.
Þekking
Í því felst að nemandi:
- Öðlist skilning á handknattleik þ.e. leikskipulagi, þjálfun barna og unglinga og öllum helstu leikreglum.
- Sé meðvitaður um hlutverk þjálfara/kennara, kennsluaðferðir, samskipti og hvaða þjálfræðilegar áherslur eigi að vera í barna og unglingaþjálfun.
- Geti nýtt sér fræðilega og verklega þekkingu til að greina og meta ólík viðfangsefni innann handknattleiksþjálfunar og geti réttlætt ákvarðanir tengdar þjálfun barna og unglinga á fræðilegan og faglegan hátt.
Leikni
Í því felst að nemandi:
- Hafi færni til að kenna helstu grundvallaratriði við þjálfun eða kennslu í handknattleik, með áherslu á barna- og unglingaþjálfun.
- Geti á skynsamlegan hátt skipulagt þol og styrktaþjálfun fyrir börn og unglinga.
- Hafi þekkingu og hæfni til að útskýra helstu kenningar og hugtök í kennslufræði og þjálffræði sem tengjast handknattleik.
Áhersla er lögð að nemendur séu meðvitaðir um kennsluaðferðir og kennslufræðileg atriði sem eru mikilvægi í miðlun þessara íþróttagreina í grunnskólum. Farið verður yfir alla helstu þætti í hverjum knattleik fyrir sig, þ.e. leikreglur, einstaklingstækni og leikskipulag. Námskeiðinu er einnig ætlað að auka verklega og fræðilega kunnáttu nemendanna í þessum íþróttagreinum og eru nemendur hvattir til að æfa og efla getu sína í frjálsum tímum utan hefðbundins skólatíma.
Kennsla fer að mestu fram í verklegum tímum í íþróttahúsi, lögð er áhersla á að nemendur sýni sjálfstæði og taki virkan þátt í kennslunni. Nemendur vinna hópverkefni, kenna tímaseðla og meta og ræða kennslufræðileg atriði varðandi skipulag og uppbyggingu á kennslu fyrir börn og unglinga.
Þekking
Í því felst að nemandi:
- Hafi mótað sér skoðanir í því hvernig haga beri kennslu byrjenda körfu og handknattleik.
- Sé meðvitaður um kennsluaðferðir og hvernig vænlegast sé að skipuleggja kennslu í þessum knattleikjum.
- Skilji leikinn þ.e. leikskipulag, einstaklingsfærni og helstu leikreglur.
Leikni
Í því felst að nemandi:
- Hafi tileinkað sér þá grunnfærni í íþróttagreininni sem vonandi eflir sjálfstraust þeirra við kennslu þessara knattleikja.
- Fái hugmyndir að verklegum æfingum sem nota megi í kennslu hjá byrjendum og börnum í grunnskóla.
Hæfni
Í því felst að nemandi:
- Geti með aukini þekkingu og leikni á þessu sviði þróað með sér sjálfstæð vinnubrögð fyrir frekari þekkingarleit á fræðasviðinu.