Chat with us, powered by LiveChat
Námskeiðsheiti:
Knattspyrna I
Námskeiðslýsing:

Inntak
Námskeiðið er byggt upp á verklegum æfingum samkvæmt kröfum KSÍ og verklegri þátttöku nemenda. Í gegnum verklegar æfingar og fræðilega kennslu er ætlunin að nemandi öðlist almennan skilning á hugtökum í knattspyrnu og knattspyrnuþjálfun og geti nýtt sér þekkingu sína við að miðla öðrum með þjálfun í greininni. Stefnt er að því að þekking nemandans nái til þeirra atriða sem henta byrjendum í knattspyrnu, börnum og unglingum.

Markmið
Að nemandi:

  • taki þátt í verklegum æfingum í knattspyrnu sem ná m.a. til tækni-, þrek- og leikfræðiþjálfunar
  • nái tökum á grundvallaratriðum í knattspyrnutækni
  • læri undirstöðuatriði liðssamvinnu og geti útfært þessi atriði í leikrænum æfingum, leikæfingum
  • skilji hvað felst í leikfræði í knattspyrnu og sé fær um að brjóta leikfræðina niður í smærri einingar
  • þekki helstu atriði sem snúa að þjálffræði í knattspyrnu
  • læri að skipuleggja og þjálfa börn og unglinga og setja upp markvissa tímaseðla

Viðfangsefni
Knattspyrnutækni, leikfræði, undirstöðuatriði liðssamvinnu, þjálffræði, kennslufræði, knattspyrnulög, þjálfun/æfingakennsla, skipulag þjálfunar.

Vinnulag
Kennsla fer fram í formi verklegra kennslu, fyrirlestra, umræðna og verkefnavinnu.

Hæfniviðmið:

Hagnýt hæfni námskeiðs snýr m.a. að því að nemandi geti tekið og réttlætt ákvarðanir á faglegum grunni knattspyrnuþjálfunar. Einnig að nemandi geti unnið sjálfstætt og skipulega að viðfangsefnum í þjálfun barna og unglinga, s.s. að setja sér markmið, gera þjálfunaráætlun og fylgja henni eftir. Fræðileg hæfni snýr að hæfni nemanda til að setja fram og lýsa undirstöðuatriðum knattspyrnunnar, hvort heldur að um sé að ræða tækni, þrekþætti eða leikfræði, á skilmerkilegan máta. Nemandi á að geta lagt sjálfstætt mat á þær leikaðferðir sem henta byrjendum eða börnum og unglingum. Hæfni í samskiptum snýr að því að nemandinn sýni áhuga á íþróttinni, jákvæðni í þátttöku og sjálfstæði í vinnubrögðum til að auka færni sína frekar í knattspyrnu.

Umsjón:
Umsjónarkennari
Örn Ólafsson
Lektor
 Nánar
Undanfarar / Forkröfur:
 Nauðsynleg undirstaða  ÍÞH320G Knattspyrna og blak
Bækur:
Engar kennslubækur hafa verið skráðar
Annað lesefni:
Kennslu og æfingaskrá fyrir barna og unglingaþjálfun í knattspyrnu. Janus Guðlaugsson. KSÍ gefur út. Leikreglur í knattspyrnu. Má finna á vef ksi.is.
Námsleiðir: