Chat with us, powered by LiveChat
 
LÖG242F Jessup málflutningskeppnin
Námskeiðsheiti:
Jessup málflutningskeppnin
Námskeiðslýsing:

Námskeiðið felst í þátttöku fjögurra eða fimm laganema í málflutningskeppni Philip C. Jessup þar sem keppt er á ensku í ágreiningi á sviði þjóðaréttar. Um er að ræða stærstu alþjóðlegu málflutningskeppnina í heimi en dómarar í lokakeppninni eru dómarar Alþjóðadómstólsins í Haag (ICJ). Námskeiðinu er skipt upp í tvo hluta, fyrri hlutinn er á haustmisseri en síðari hlutinn á vormisseri. Á haustmisserinu skrifa nemendur greinargerð í sókn og vörn sem er skilað í byrjun janúar til keppnisstjórnar. Á vormisserinu hefst undirbúningur fyrir munnlegan málflutning í sókn og vörn í landskeppni hérlendis eða erlendis, sem fer fram í febrúar, þar sem þátttökuliðin keppast um að komast í lokakeppnina sem fer fram í mars eða apríl í Washington, D.C., í Bandaríkjunum.

Hæfniviðmið:

Nemandi sem hefur lokið námskeiðinu Jessup málflutningskeppni getur:
Þekking:
• útskýrt helstu hugtök á sviði þjóðaréttar sem varða álitaefnið í málsatvikalýsingu,
• útskýrt helstu efnisreglur þjóðaréttar sem varðaálitaefnið í málsatvikalýsingu,
• gert grein fyrir mikilvægustu úrlausnum á sviði þjóðaréttar sem varðar álitaefnið í málsatvikalýsingu,
• gert grein fyrir réttarfari og réttarheimildarfræði Alþjóðadómstólsins í Haag (ICJ)
Leikni:
• leyst með viðurkenndri aðferðarfræði lögfræðinnar, og á grundvelli viðurkenndra heimilda og hugtaka þjóðaréttar, úr álitaefnum í málsatvikalýsingu.
Hæfni:
• greint lagaleg álitaefni í málsatvikalýsingu hverju sinni á sviði þjóðaréttar,
• flutt mál í sókn eða vörn skriflega á ensku þar sem reglur þjóðaréttar eru heimfærðar upp á málsatvikalýsingu hverju sinni á faglegan, markvissan og skýran hátt,
• flutt mál í sókn eða vörn munnlega á ensku þar sem reglur þjóðaréttar eru heimfærðar upp á málsatvikalýsingu hverju sinni á faglegan, markvissan og skýran hátt.

Umsjón:
Umsjónarkennari
Kári Hólmar Ragnarsson
Lektor
 Nánar

Umsjónarkennari
Kristín Benediktsdóttir
Dósent
 Nánar
Undanfarar / Forkröfur:
 Inntökuskilyrði er BA-próf frá Lagadeild HÍ. Sérreglur um val þátttakenda vegna reglna um hámarksfjölda þeirra.
Bækur:
Engar kennslubækur hafa verið skráðar
Annað lesefni:
Námsleiðir:
Valfrjálst námskeið á námsleiðinni Lögfræði, mag. jur. (120 einingar) (Óháð námsári, Vor)