Chat with us, powered by LiveChat
 
STJ105G Vinnulag í stjórnmálafræði
Námskeiðsheiti:
Vinnulag í stjórnmálafræði
Námskeiðslýsing:

Í námskeiðinu fá nemendur fræðslu og hagnýt verkfæri sem stuðla að velgengi og vellíðan í stjórnmálafræðinámi. Námskeiðið hefur það markmið að ýta undir öflugan sjálfsskilning út frá áhuga, færni og hæfni og efla nemendur í að beita vinnubrögðum sem leiða til árangurs í námi.

Í námskeiðinu er farið yfir grundvallaratriði í fræðilegum vinnubrögðum og framsetningu sem nauðsynleg eru hverjum stjórnmálafræðinema. Farið er í heimilda- og upplýsingaleit á bókasöfnum og veraldarvefnum, ásamt frágangi og framsetningu ritgerða. Jafnframt er fjallað um tímastjórnun, markmiðasetningu, skipulag og prófundirbúning. Áherlsa verður lögð á að vinna með styrkleika og gildi nemenda og leggja grunn að árangursríku námi í stjórnmálafræði.

Hæfniviðmið:

Að lok námskeiðs á nemandi að:

  • Leitað að heimildum í rafrænum gagnasöfnum
  • Kunna að vísa í heimildir og setja upp ferilskrá samkvæmt Chicago staðli
  • Kunna undirstöðuatriði í ritun heimildaritgerða
  • Nýtt sér mismunandi aðferðir og vinnubrögð í háskólanámi sem geta leitt til árangurs í námi.
  • Þekkt betur til styrkleika sinna og hvern hátt hægt er að yfirfæra þá á háskólanám
  • Hafi skilning á mikilvægi þess að skoða hvað felist í náms- og starfsferli og vinni að söfnun gagna sem staðfestir þekkingu, færni og hæfni (ferilmappa).
Umsjón:
Kennari
Valgerður Björk Pálsdóttir
Doktorsnemi
 Nánar

Umsjónarmaður
Agnar Freyr Helgason
Dósent
 Nánar
Undanfarar / Forkröfur:
Ekkert tilgreint
Bækur:
Engar kennslubækur hafa verið skráðar
Annað lesefni:
Námsleiðir: