Fjallað verður um samfélagslegt hlutverk safna út frá margvíslegum sjónarhornum: efnahagslegum, pólitískum, menningarlegum, félagslegum og síðast en ekki síst alþjóðlegum. Fjallað verður meðal annars um hlutverk safna í hugmyndinni um þjóð, lagalegt umhverfi safna, rekstrarform, staða og hlutverk þjóðarsafna, safna í eigu sveitarfélaga, félagasamtaka og einkafyrirtækja, fjármögnun safnastarfs, stefna yfirvalda í málefnum safna, söfn og mannréttindi, söfn og áföll (trauma), kynjahugmyndir og fleira. Í námskeiðinu er einnig hugað að möguleikum safna á að virkja fólk og samfélög til þátttöku í starfsemi þeirra eins og söfnun, heimildaöflun, sýningarstjórnun, sýningargerð og annarri miðlun. Skoðuð verða innlend og erlend dæmi. Eftir því sem því verður komið við, eru farnar ein til tvær vettvangsferðir. Námskeiðið er eingöngu kennt í fjarnámi.
Í lok námskeiðsins er ætlast til að nemandinn geti:
- Greint frá helstu grundvallar kenningum og hugtökum um söfn og samfélag.
- Borið saman ólíkar kenningar og aðferðir safnafræða um söfn og samfélag.
- Útskýrt mismunandi hugmyndir um tengsl safna og samfélags.
- Greint frá samfélagslegum hlutverkum safna í íslenskum og erlendum veruleika.
- Þekki og geti tjáð sig í rituðu máli um þær breytingar sem átt hafa sér stað í málefnum safna undanfarin ár í samfélagslegu ljósi.
- Geti rökrætt um málefni safna.
- Geti nýtt sér og metið ólíkar upplýsingar og gagnasöfn um söfn og samfélag, og lagt mat á þær.
Bókalisti er óstaðfestur
Skyldulesning Nuala Morse: The Museum as a Space of Social Care, Routledge 2020.



























