Chat with us, powered by LiveChat
 
SAF301F Einstaklingsverkefni á safni: Starfsnám
Námskeiðsheiti:
Einstaklingsverkefni á safni: Starfsnám
Námskeiðslýsing:

Starfsnám veitir einstakt tækifæri til að kynna sér fjölbreytta starfsemi safna. Markmið starfsþjálfunar á söfnum er að veita nemendum innsýn í og reynslu af verkefnum safna og flétta þannig saman hagnýta og fræðilega hluta námsins. Við lok starfstímans er gert ráð fyrir að nemandinn þekki vel starfsemi safnsins og geti þar að auki nýtt sér fræðilega þekkingu við lausn á viðfangsefnum. Starfsnámstímabilið er að jafnaði 9 vikur. Starfsnámið er hægt að taka innanlands sem og utan. Sé ætlunin að taka það erlendis, er hægt að sækja um styrk í Erasmus + áætlunina.

Hæfniviðmið:

Í lok námskeiðis er ætlast til að nemendur:

 • Hafi tileinkað sér þekkingu á undirstöðuatriðum safnastarfs.
 • Hafi tileinkað sér nýtingu fræðilegrar nálgunar í safnastarfi og mikilvægi gagnrýnnar hugsunar.
 • Hafi tamið sér sjálfstæð vinnubrögð, geti greint og sagt frá aðferðum safnafræða við afmörkuð verkefni.
 • Geti útskýrt mikilvægi rannsókna og þýðingu þeirra fyrir hagnýtt safnastarf. 
 • Þekki sagt frá breytingum í safnastarfi og gagnrýna umræðu því tengdu.
 • Geti tjáð sig um og greint efni í tengslum við störf safna með tilvísun til
  kenninga og fræðilegra hugtaka (hagnýt og fræðileg hæfni; hæfni til
  samskipta).
 • Geti tjáð sig munnlega og í rituðu máli um vinnubrögð á söfnum.
 • Nýtt sér helstu aðferðir við leit á þekkingu og öflun upplýsinga er tengist safnastarfi.
Umsjón:
Kennari
Sigurjón B Hafsteinsson
Prófessor
 Nánar
Undanfarar / Forkröfur:
Ekkert tilgreint
Bækur:
Engar kennslubækur hafa verið skráðar
Annað lesefni:
Námsleiðir:
Skyldunámskeið á námsleiðinni Safnafræði, MA (120 einingar) (Óháð námsári, Sumar)