Chat with us, powered by LiveChat
 
KVI401G Kvikmyndakenningar
Námskeiðsheiti:
Kvikmyndakenningar
Námskeiðslýsing:

Námskeiðið er hugsað sem ítarlegt sögulegt yfirlit yfir helstu kenningar kvikmyndafræðinnar allt frá upphafi til dagsins í dag. Lesnar verða kenningar frumherja á borð við Sergei Eisenstein, Rudolf Arnheim, Siegfried Kracauer og André Bazin. Tekin verða fyrir margvísleg og róttæk umskipti í nálgun kvikmynda á seinni hluta tuttugustu aldar, líkt og formgerðargreining, marxísk efnistúlkun, sálgreining og femínismi. Loks verða áhrif menningarfræðinnar rædd með áherslu á kynþætti og skoðuð staða kvikmyndarinnar á tímum hnattvæðingar. Kvikmyndir námskeiðsins munu endurspegla margbreytileika lesefnisins enda er þeim ætlað að draga fram sérstöðu ólíkra kenninga.

Hæfniviðmið:

Að nemendur: 

  • Þekki til hlítar lykilhugtök í greiningu á kvikmyndum
  • Öðlist þekkingu á helstu kenningasmiðum kvikmyndafræðinnar
  •  Öðlist færni í greiningu sem byggir á kvikmyndakenningum
  • Þekki sögu og þróun kvikmyndakenninga á 20. öld
  • Kynnist og túlki nokkur af lykilverkum kvikmyndasögunnar
  • Geti tjáð sig í ræðu og riti um efni námskeiðsins
Umsjón:
Kennari
Guðrún Elsa Bragadóttir
Undanfarar / Forkröfur:
 Nauðsynleg undirstaða  KVI101G Kvikmyndarýni
 Nemendur verða annaðhvort að hafa lokið námskeiðinu Kvikmyndarýni eða Kvikmyndafræði.
Bækur:
Engar kennslubækur hafa verið skráðar
Annað lesefni:
Námsleiðir:
Valfrjálst námskeið á námsleiðinni Listfræði, BA (120 einingar) (Óháð námsári, Vor)
Valfrjálst námskeið á námsleiðinni Kvikmyndafræði, Aukagrein (60 einingar) (Óháð námsári, Vor)
Skyldunámskeið á námsleiðinni Kvikmyndafræði, BA (120 einingar) (Fyrsta ár, Vor)