Chat with us, powered by LiveChat
 
FÉL430G Eigindlegar rannsóknaraðferðir
Námskeiðsheiti:
Eigindlegar rannsóknaraðferðir
Námskeiðslýsing:

Í námskeiðinu verða nemendum kynntir nokkrir helstu þættir eigindlegrar aðferðafræði innan félagsfræði, hvaða kenningar og rannsóknaspurningar kalli á slíkar aðferðir og hvernig þeim er beitt. Eigindlegar aðferðar byggjast á því að kafa á dýpið til að reyna að öðlast skilning á af hverju fólk hagar sér eins og það gerir og hvernig það tekur ákvarðanir. Þess vegna er reynt að vera sem næst daglegum vettvangi fólks við rannsóknir. Í námskeiðinu verður farið í lykilþætti eins og ákvörðun rannsóknaraðferðar, tengsl kenninga og aðferða, siðfræði rannsóknaaðferða,viðtöl (opin, hálfopin og lokuð), rýnihópa, þátttökuathuganir, uppnám, persónuleg gögn, orðræðugreiningu, notkun sögulegra gagna, greiningu á ljósmyndum og hreyfimyndum og loks samfléttun mismunandi aðferða m.a. eigindlegra og megindlegra aðferða. Fjallað verður um kosti og galla hverrar aðferðar og helstu leiðir sem notaðar eru við gagnagreiningu. Nemendur fá að spreyta sig á að gagnrýna eigindlegar rannsóknir í félagsfræði og æfa beiting mismunandi aðferða.

Námskeiðið er ætlað nemendum sem lokið hafa a.m.k. einu ári í félagsfræði. Það fer fram í fyrirlestrum og verklegum tímum. Ætlast er til virkrar þátttöku í tímum og er skyldumæting í þá.

Hæfniviðmið:

Að námskeiði loknu geti nemendur:

  • Útskýrt í ritmáli fræðilegar forsendur eigindlegra aðferða og nefnt dæmi um rannsóknir innan þeirra (t.d. viðtöl, þátttökuathuganir, myndgreiningu, orðræðugreiningu),
  • Útskýrt í ritmáli ástæður fyrir notkun mismunandi aðferða
  • Útskýrt í ritmáli siðferðisleg álitamál tengd eigindlegum aðferðum
  • Útskýrt í ritmáli styrk og veikleika einstakra vísindagreina sem byggja á eigindlegum aðferðum
Umsjón:
Umsjónarkennari
Ingólfur Vilhjálmur Gíslason
Prófessor
 Nánar

Kennari
Sunna Kristín Símonardóttir
Nýdoktor
 Nánar

Aðstoðarkennari
Hlédís Maren Guðmundsdóttir
Undanfarar / Forkröfur:
Ekkert tilgreint
Bækur:
Engar kennslubækur hafa verið skráðar
Annað lesefni:
Námsleiðir: