STJ106G Þættir úr íslenskri stjórnmálasögu
Námskeiðsheiti:
Þættir úr íslenskri stjórnmálasögu
Námskeiðslýsing:
Í námskeiðinu er sjónum beint að aðstæðum og atburðum í íslenskri stjórnmálasögu sem hafa sett mark sitt á íslensk stjórnmál. Fjallað er m.a. um aðdragandann að sambandslögunum 1918, tilkomu flokkakerfisins og átök um breytingar á kjördæmaskipuninni, stofnun lýðveldis 1944, átök um aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu, þorskastríðin, fiskveiðistjórnunarkerfið, átök um inngöngu Íslands í EES og afstöðuna til Evrópusambandsins. Einnig er farið stuttlega yfir þróun íslensks efnahagslífs og myndun og slit ríkisstjórn.
Hæfniviðmið:
Að loknu námskeiði geta nemendur útskýrt og fjallað á gagnrýnin hátt um:
- Fullveldi og þýðingu þess í íslenskri stjórnmálaumræðu
- Mikilvægi útflutningsgreina fyrir íslenskt efnahagslífs og áhrifin á stjórnmálin
- Helstu átakalínur í íslenskum utanríkismálum
- Uppbyggingu íslenska flokkakerfisins og kjördæmakerfisins
- Íslenska þingræðiskipulagið og hefð samsteypustjórna
- Meginlínur í stjórn efnahagsmála á Íslandi
Umsjón:
Undanfarar / Forkröfur:
Ekkert tilgreint
Bækur:
Engar kennslubækur hafa verið skráðar
Annað lesefni:
Námsleiðir:




