Chat with us, powered by LiveChat
 
LIS031G Umbrot á tvívíðum fleti
Námskeiðsheiti:
Umbrot á tvívíðum fleti
Námskeiðslýsing:

Í námskeiðinu er fengist við þau umbrot og breytingar sem einkennt hafa hugmyndir manna um hlutverk og eiginleika myndrænnar framsetningar á tvívíðum fleti allt frá fæðingu módernismans. Málverkið hefur sem miðill gengið í gegnum bæði dauða og endurfæðingu á þessum tíma og ljósmyndin hefur fundið sér stað sem einn veigamesti þáttur samtímalistarinnar. Lögð er sérstök áhersla á möguleika þessara miðla til þess að kanna raunveruleikann og þær hugmyndafræðilegu forsendur sem slík könnun byggist á. Kenningar um hvernig við skynjum tvívíða myndlist voru fyrirferðarmiklar í listfræði síðustu aldar og eru þær áherslur skoðaðar sérstaklega.

Hæfniviðmið:

Í lok námskeiðs eiga nemendur að:
• hafa öðlast almennan skilning á helstu kenningum samtímans er lúta að málverki og ljósmyndun sem tvívíðum miðlum,
• geta sett tvívíð myndverk í samhengi við fræðileg skrif listamanna og heimspekinga um skynjun og túlkun,
• hafa góðan skilning á helstu hugtökum er varða tvívíð myndverk,
• geta beitt helstu kenningum um skynjun og merkingu til að dýpka og þróa eigin túlkun á tvívíðum verkum listamanna,
• geta beitt þeim hugtökum sem fjallað er um á sjálfstæðan og gagnrýninn hátt,
• geta myndað sér upplýsta og gagnrýna skoðun á viðfangsefnum námskeiðsins og tjáð sig um þau í riti og ræðu.

Umsjón:
Kennari
Jóhannes Dagsson
Undanfarar / Forkröfur:
 Námskeið er kennt í LHÍ og er einungis fyrir nemendur sem eru skráðir í listfræði.
Bækur:
Engar kennslubækur hafa verið skráðar
Annað lesefni:
Námsleiðir:
Valfrjálst námskeið á námsleiðinni Listfræði, BA (120 einingar) (Fyrsta ár, Vor)
Valfrjálst námskeið á námsleiðinni Listfræði, Aukagrein (60 einingar) (Óháð námsári, Vor)