Chat with us, powered by LiveChat
 
TÓS410G Samstarf í frístunda- og skólastarfi
Námskeiðsheiti:
Samstarf í frístunda- og skólastarfi
Námskeiðslýsing:

Í þessu námskeiði er sjónum beint að samstarfi milli skóla og frístundastofnana. Frístundaheimili og félagsmiðstöðvar eru í mörgum sveitarfélögum rekin innan og í nánu samstarfi við grunn- og framhaldsskóla. Einnig starfar fagfólk á vettvangi frítímans, t.d. íþróttafélögum í nánu samstarfi við menntastofnanir. Námskeiðið miðar að því að efla þekkingu nemenda á þverfaglegu samstarfi ólíkra faghópa. Fjallað verður um áskoranir og tækifæri í slíku samstarfi og gildi þess fyrir börn og ungmenni, ekki síður en starfsfólk. Kenningum um ólíkar gerðir samstarfs verður gerð skil sem og rannsóknum á teymum, trausti, umbótum og þróun þar sem ólíkar stofnanir snúa bökum saman. Raundæmum af samstarfi og/eða samþættingu skóla- og frístundastarfs verður fléttað inn í námskeiðið og nemendur þjálfast í gagnrýnu hugarfari og borgaralegri virkni með því að vega og meta þróun samstarfs á vettvangi frítímans og skóla.

Námskeiðið hentar þeim sem stefna að því að starfa með börnum og ungmennum, hvort heldur er í formlegu, hálfformlegu eða óformlegu uppeldis-, íþrótta, frístunda- eða skólastarfi. Námskeiðið hentar einnig starfsfólki og stjórnendum sem nú þegar starfa í skóla- og frístundastarfi.

Skipulag og vinnulag námskeiðs:
- Nemendum í grunnnámi sem og meistaranámi, staðnemum og fjarnemum, verður kennt saman á þessu námskeiði.
- Stuðst verður við vendikennslu að jafnaði.  

Hæfniviðmið:

Þekking
Í því felst að nemandi:

  • Kynnist helstu rannsóknum og kenningum um tengsl skóla- og frístundastarfs.
  • Fær innsýn í hlutverk ólíkra faghópa í menntun barna sem og ólíka stöðu og hlutverk stofnana.
  • Öðlast þekkingu á eðli lærdómssamfélaga og mikilvægi félagslegra tengsla í starfsumhverfi.

Leikni
Í því felst að nemandi:

  • Getur metið kosti og galla þess að efla samstarf í frístunda- og skólastarfi.
  • Eflir færni sína til að tengjast og vinna með öðrum sem og færni sína sem þátttakanda í lærdómssamfélagi.
  • Er hæfur til að taka frumkvæði að slíku samstarfi og móta á þann veg að það mæti þörfum barna og ungmenna.

Hæfni 
Í því felst að nemandi:

  • Býr yfir hæfni til að þróa og móta þverfaglegt samstarf
  • Er fær um að takast á við hindranir í þverfaglegu samstarfi og nýta sóknarfæri sem gefast.
  • Getur tekið sjálfstæðar, faglegar ákvarðanir og rökstutt þær ásamt því að tileinka sér gagnrýna hugsun varðandi þróun samstarfs frístunda- og skólastofnana.
Umsjón:
Umsjónarkennari
Oddný Sturludóttir
Verkefnisstjóri
 Nánar

Umsjónarkennari
Ruth Jörgensdóttir Rauterberg
Aðjunkt
 Nánar
Undanfarar / Forkröfur:
Ekkert tilgreint
Bækur:
Engar kennslubækur hafa verið skráðar
Annað lesefni:
Kennarar setja lesefni á námskeiðsvef á Moodle.