Chat with us, powered by LiveChat
 
LÝÐ079F LÍftölfræði III (Lifunargreining)
Námskeiðsheiti:
LÍftölfræði III (Lifunargreining)
Námskeiðslýsing:

Námskeiðið fjallar um tölfræðigreiningu á nýgengi (incidence) og eftirfylgnitíma (survival time) í ferilrannsóknum. Kennd verður notkun Poisson aðhvarfsgreiningarlíkana og aðferða í lifunargreiningu (survival analysis) eins og Kaplan-Meier aðferðarinnar (log-rank), Cox aðhvarfsgreiningar, Poisson aðhvarfsgreiningar og líkana með óstikuðum hættuföllum. Notast verður við tölfræðiforritin R. 

Hæfniviðmið:

Að nemendur

  • Séu færir um að beita tölfræðilegum aðferðum við greiningu á nýgengi og eftirfylgnitíma í ferilrannsóknum.
  • Geti valið tölfræðiaðferðir við hæfi
  • Séu færir um að meta tíðni nýrra atburða á eftirfylgnitíma og hlutfallslega áhættu milli skilgreindra áhættuhópa.
  • Geti metið með gagnrýnum hætti beitingu tölfræðilegra aðferða í lifunargreiningu.
  • Kunni að nota tölfræðiforritið R til að framkvæma lifunargreiningu
  • Kunni að gera Poisson og Cox lifunargreiningu
  • Geti prófað fyrir víxlhrifum og metið áhrif blöndunar
  • Hafi full tök á að túlka niðurstöður úr aðhvarfsgreiningu í R.
Umsjón:
Umsjónarkennari
Thor Aspelund
Prófessor
 Nánar

Aðstoðarkennari
Ingibjörg Magnúsdóttir
Aðstoðarmaður
 Nánar
Undanfarar / Forkröfur:
 Æskileg undirstaða  LÝÐ105F Líftölfræði I eða LÝÐ301F Líftölfræði II (Klínísk spálíkön)
 Nauðsynleg undirstaða: Líftölfræði I (LÝÐ201F, LÆK312G, eða TAN315G), LÝÐ301F eða hliðstætt æskilegt. Inngangsnámskeið í tölfræði hliðstæð við LÝÐ201F, svo sem STÆ209G og STÆ203G duga sem undirstaða.
Bækur:
Engar kennslubækur hafa verið skráðar
Annað lesefni:
https://biostat3.net/index.html
Námsleiðir:
Valfrjálst námskeið á námsleiðinni Hagnýt tölfræði, MAS (90 einingar) (Óháð námsári, Vor)
Valfrjálst námskeið á námsleiðinni Lýðheilsuvísindi, MPH (120 einingar) (Óháð námsári, Vor)
Valfrjálst námskeið á námsleiðinni Lýðheilsuvísindi, Viðbótardiplóma (30 einingar) (Fyrsta ár, Vor)
Skyldunámskeið á námsleiðinni Líftölfræði, MS (120 einingar) (Fyrsta ár, Vor)
Skyldunámskeið á námsleiðinni Faraldsfræði, MS (120 einingar) (Annað ár, Vor)
Valfrjálst námskeið á námsleiðinni Hagnýt sálfræði, MS (120 einingar) (Fyrsta ár, Vor, Megindleg sálfræði)
Bundið valnámskeið, val háð skilyrðum Aðferðafræði, MA (120 einingar) (Óháð námsári, Vor, Aðferðafræði)