Chat with us, powered by LiveChat
 
ÍÞH212G Sundkennsla og skyndihjálp
Námskeiðsheiti:
Sundkennsla og skyndihjálp
Námskeiðslýsing:

Markmið námskeiðsins er að auka hæfni nemenda við að kenna öðrum sund, sérstaklega grunnskólabörnum en einnig öðrum aldurshópum. Mikil áhersla verður á undirbúning nemenda að takast á við sundkennslu fyrir grunnskóla. Byggt verður ofan á fyrra námskeið, þar sem unnið var með tæknikunnáttu og þjálfun sem skilar sér síðan í meiri leikni og hæfni við sundkennsluna. þá munu nemendur læra skyndihjálp og rifja upp björgun úr vatni frá fyrra námskeiði. Með góðum árangri úr þessu námskeiði geta nemendur öðlast leiðbeinendaréttindi hjá Rauða Krossi Íslands (einkunn 7,5 eða hærra).

Unnið verður að mestu með eftirfarandi meginefni:

 • Kennslufræðileg nálgun við þekktar stefnur í kennslu, 
 • Framkvæmd áætlanagerðar við sundkennslu 
 • Þjálfun í kennslu 
 • Skyndihjálp, að bregðast við algengustu slysum, sem þó aðallega tengjast vatni

Viðfangsefni:

 • Námskeiðið er mikið verklegt en byggir á fræðilegum grunni sem kynntur er í fyrirlestrum.
 • Verklegar æfingar sem þjálfa við kennslu
 • Námskeiðið þjálfar nemendur í að bregðast við slysum og sjúkdómum sem geta komið upp í kennarastarfinu s.s. við sundkennslu.

Vinnulag:
Fyrirlestrar, verklegar æfingar, umræður, hópvinna, leiðsögn, verkefnavinna.

Námsefni:
Skólasund-kennarahandbók
Ties - Technological innovation in educating swimmers (vef efni)
Skyndihjálp og endurlífgun (2012)
Aðrir vefmiðlar og greinar frá kennara

Hæfniviðmið:

Þekking
Í því felst að nemandi kunni skil á og:

 • Hafi að loknu námskeiði, góða þekkingu og skilningi á helstu kennslufræði straumum og stefnum í sundkennslu. Hafi þekkingu og kunnáttu í helstu þáttum góðrar áætlanagerðar
 • Þekki til hlítar lýsingar á helstu slysum,sjúkdómum og óhöppum sem koma uppá í tenglsum við sundkennslu. 

Leikni
Í því felst að nemandi kunni skil á:

 • Tímaseðla og áætlanagerð fyrir grunnskóla, þar með notkun á tilvísun í námskrá grunnskóla
 • Geti kennt og sagt öðrum til og leiðrétt algengar villur barna af bakka og í laug.
 • Geti útbúið æfingar við hæfi forskóla- og grunnskólabarna.
 • Geti brugðist við helstu slysum sem upp kunna að koma.

Hæfni
Í því felst að nemandi kunni skil á:

 • Geti nýtt þekkingu sína og skilning við kennslu barna á öllum sundaðferðum
 • Geti kennt helstu björgunaraðferðir samkvæmt námskrá í íþróttum.
 • Geti greint hagnýt, flókin viðfangsefni í faglegu samhengi sérstaklega þegar kemur að tæknilegri útfærslu sunda og miðlunar á hinu sama
 • Geti unnið sjálfstætt og skipulega að viðfangsefnum í sinni grein.
 • Geti sett sér markmið, gert starfsáætlun og fylgt henni þegar skipulag sundkennslu er sett upp.
Umsjón:
Umsjónarkennari
Hafþór Birgir Guðmundsson
Lektor
 Nánar

Kennari
Guðmundur Sveinn Hafþórsson
Aðjunkt
 Nánar
Undanfarar / Forkröfur:
 Nauðsynleg undirstaða  ÍÞH115G Sundtækni og björgun
 Námskeiðið er eingöngu ætlað nemendum í BS-námi í íþrótta- og heilsufræði.
Bækur:
Engar kennslubækur hafa verið skráðar
Annað lesefni:
Valdar greinar
Námsleiðir: