Námskeiðið er byggt upp á fræðilegum fyrirlestrum, verkefnum, umræðutímum og verklegum tímum.
Markmið námskeiðisins er að auka og dýpka skilning nemenda á því flókna samspili sem vöðvar, bein og taugar mynda við hreyfingu líkamans.
Kennari verður með fræðilega innlögn sem nemendur vinna svo með ýmist í umræðutímum, verkefnum eða verklegum tímum sem flest koma inni í námsmat.
Hagnýt hæfni námskeiðs snýr m.a. að því að nemandi geti á vettvangi metið og leiðbeint fólki í íþróttum og hreyfingu almennt með hagkvæmni og öryggi hreyfing að leiðarljósi
Einfaldar hreyfingar líkamans, hagkvæmni hreyfinga og líkamsbeiting verða megin viðfangsefni ágangans.
Þekking
Í því felst að nemandi:
- Þekki helstu vöðva sem stýra hverri hreyfingu í öllum helstu liðamótum.
- Þekki öll liðamót og bein.
- Þekki mikilvægi rétta líkamsbeitingu og mikilvægi hennar.
Leikni
Í því felst að nemandi:
- Þekki samspil beina, vöðva og tauga við framkvæmd hreyfinga.
- Þekki hvernig hreyfing líkamans í heild verður til.
- Skilji hvað liggur á bakvið hagkvæmni hreyfinga.
- Geti notað próf til að meta hreyfanleika fólks í hinum ýmsu liðum.
Hæfni
Í því felst að nemandi:
- Geti nýtt sér þekkingu í að vinna með og leiðbeina fólki sem stundar hreyfingu/íþróttir til að bæta hreyfiferla þess.
- Geti leiðbeint fólki í rétta átt sem er að framkvæma hreyfingar á þann hátt að það geti valdið skaða.
- Geti leiðbeint fólki sem á að einhverjum völdum erfitt með ákveðnar hreyfingar til að vinna með sín verkefni.
- Geti nýtt sér útkomu úr prófum til að byggja marvisst upp hreyfi æfingar fyrir einstaklinga.
Nemendur eiga að hafa öðlast almennan skilning og innsæi í eftirfarandi viðfangsefni:
- Vöðvar, mismunandi tegundir þeirra og uppbygging. Staðsetning vöðva s.s. upptök, festu og starf einstaka vöðva og vöðvahópa, starfsemi og stjórnun vöðva í hreyfingu.
- Uppbygging beinagrindinar og bein, mismunandi tegundir liðamóta, einstök bein, liðfletir, bönd og gerð þessara líffæra, hlutverk, staðsetning og festustaðir.
- Skilningur og yfirlit yfir uppbyggingu mannslíkaminn í hreyfingu í íþróttum og í styrktarþjálfun.
- Þekking og skilningur: Að nemandinn hafi tileinkað sér víðtæka þekkingu og skilning á helstu hlutverkum, uppbyggingu og virkni vöðva líkamans
- Hagnýt hæfni: Að nemandinn geti greint uppbyggingu og starfsemi helstu vöðva með tilliti til líkamans í hreyfingu og íþróttum.
- Fræðileg hæfni: Að nemandinn hafi hæfni til að setja fram og lýsa völdum kenningum, hugtökum og fræði m.t.t. viðfangsefna.
- Hæfni í samskiptum snýr að því að nemandinn geti sýnt frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð.
- Námshæfni: Að nemandinn hafi þróað með sér nauðsynlega námshæfni og sjálfstæð vinnubrögð