Chat with us, powered by LiveChat
 
ÍÞH321G Starfræn líffærafræði
Námskeiðsheiti:
Starfræn líffærafræði
Námskeiðslýsing:

Námskeiðið er byggt upp á fræðilegum fyrirlestrum, verkefnum, umræðutímum og verklegum tímum.
Markmið námskeiðisins er að auka og dýpka skilning nemenda á því flókna samspili sem vöðvar, bein og taugar mynda við hreyfingu líkamans.
Kennari verður með fræðilega innlögn sem nemendur vinna svo með ýmist í umræðutímum, verkefnum eða verklegum tímum sem flest koma inni í námsmat.
Hagnýt hæfni námskeiðs snýr m.a. að því að nemandi geti á vettvangi metið og leiðbeint fólki í íþróttum og hreyfingu almennt með hagkvæmni og öryggi hreyfing að leiðarljósi

Einfaldar hreyfingar líkamans, hagkvæmni hreyfinga og líkamsbeiting verða megin viðfangsefni ágangans.

Hæfniviðmið:

Þekking
Í því felst að nemandi:

 • Þekki helstu vöðva sem stýra hverri hreyfingu í öllum helstu liðamótum.
 • Þekki öll liðamót og bein.
 • Þekki mikilvægi rétta líkamsbeitingu og mikilvægi hennar.

Leikni
Í því felst að nemandi:

 • Þekki samspil beina, vöðva og tauga við framkvæmd hreyfinga.
 • Þekki hvernig hreyfing líkamans í heild verður til.
 • Skilji hvað liggur á bakvið hagkvæmni hreyfinga.
 • Geti notað próf til að meta hreyfanleika fólks í hinum ýmsu liðum.

Hæfni
Í því felst að nemandi:

 • Geti nýtt sér þekkingu í að vinna með og leiðbeina fólki sem stundar hreyfingu/íþróttir til að bæta hreyfiferla þess.
 • Geti leiðbeint fólki í rétta átt sem er að framkvæma hreyfingar á þann hátt að það geti valdið skaða.
 • Geti leiðbeint fólki sem á að einhverjum völdum erfitt með ákveðnar hreyfingar til að vinna með sín verkefni.
 • Geti nýtt sér útkomu úr prófum til að byggja marvisst upp hreyfi æfingar fyrir einstaklinga.
Umsjón:
Umsjónarkennari
Vaka Rögnvaldsdóttir
Lektor
 Nánar

Kennari
Hrafn Þráinsson

Kennari
Sandra Dögg Árnadóttir
Undanfarar / Forkröfur:
 Nauðsynleg undirstaða  ÍÞH109G Líffærafræði
Bækur:
Engar kennslubækur hafa verið skráðar
Annað lesefni:
Námsleiðir: