Chat with us, powered by LiveChat
 
STJ353G Rannsóknaraðferðir í stjórnmálafræði
Námskeiðsheiti:
Rannsóknaraðferðir í stjórnmálafræði
Námskeiðslýsing:

Í þessu námskeiði læra nemendur hvernig stjórnmálafræðingar beita kerfisbundinni aðferðafræði til að svara empirískum rannsóknarspurningum. Farið er yfir eðli hinnar vísindalegu aðferðar, ólíkar rannsóknarnálganir á viðfangsefni stjórnmálafræði, leiðir til gagnasöfnunar og helstu rannsóknarsnið sem beitt er til að draga ályktanir af gögnum. Í námskeiðinu er fjallað um fjölbreyttar rannsóknaraðferðir innan stjórnmálafræði, meðal annars framkvæmd tilrauna, tölfræðilegar aðferðir, tilviksrannsóknir, viðtöl, innihaldsgreiningu og greiningu fyrirliggjandi gagna. Í námskeiðinu verður sérstaklega fjallað um greiningu eigindlegra gagna og vinna nemendur verkefni byggt á eiginlegri aðferðafræði. Efnislega verða dæmi tekin af helstu sviðum stjórnmálafræði, þar á meðal úr rannsóknum á sviði alþjóðastjórnmála, stjórnmálastofnana, stjórnmálaatferlis og opinberrar stefnu. Námskeiðið mun gagnast nemendum við að vega og meta vísindalegar rannsóknir í stjórnmálafræði og tengdum greinum, en ekki síður veita nemendum kunnáttu sem gagnast í fjölmörgum störfum stjórnmálafræðinga.

Hæfniviðmið:

Að loknu námskeiði eiga nemendur að:

  • Hafa skilning á vísindalegri aðferð og merkingu hugtaka á borð við ályktanir, orsök, réttmæti og áreiðanleika.
  • Þekkja helstu rannsóknaraðferðir í stjórnmálafræði og séu kunnugir styrkleikum þeirra og veikleikum.
  • Þekkja muninn á eigindlegum og megindlegum rannsóknaraðferðum.
  • Vera meðvitaðir um siðferðileg álitaefni í rannsóknum í stjórnmálafræði.
Umsjón:
Kennari
Hafsteinn Birgir Einarsson

Umsjónarmaður
Agnar Freyr Helgason
Dósent
 Nánar
Undanfarar / Forkröfur:
Ekkert tilgreint
Bækur:
Engar kennslubækur hafa verið skráðar
Annað lesefni:
Námsleiðir: