Chat with us, powered by LiveChat
 
LJÓ106F Þekking og aðferðir í ljósmóðurfræði
Námskeiðsheiti:
Þekking og aðferðir í ljósmóðurfræði
Námskeiðslýsing:

Í námskeiðinu er fjallað um sögu, menntun, þekkingarþróun og starfsvettvang ljósmæðra. Farið er yfir þróun menntunar ljósmæðra og hún skoðuð í alþjóðlegu samhengi. Áhrifamiklar hugmyndir í ljósmóðurfræði verða ræddar og leitast við að skoða hvernig þær hafa haft áhrif á eðli starfsins síðustu áratugi. Fjallað er um lög, siðareglur, siðfræðileg álitaefni og gagnreynda þekkingu í ljósmóðurstarfi.  Starfsvettvangur ljósmæðra er kynntur og farið verður í eina vettvangsheimsókn því tengt.

Helstu rannsóknaaðferðir í ljósmóðurfræði verða kynntar og grundvallarhugtök eru skoðuð s.s. upplýst val, sjálfræði, samfelld þjónusta o.fl.  Fjallað er um hugtakagreiningu og ritrýni fræðigreina.

Hæfniviðmið:

Til að ljúka námskeiðinu á fullnægjandi hátt er ætlast til að nemandi geti:

  • gert grein fyrir hugmyndafræði sem starf og menntun ljósmæðra hér á landi byggir á 
  • útskýrt hvernig lög og reglugerðir móta starfssvið ljósmæðra hér á landi
  • gert grein fyrir helstu siðferðilegu álitamálum sem upp geta komið í starfi ljósmæðra             
  • útskýrt helstu rannsóknaraðferðir í ljósmóðurfræði
  • gert grein fyrir helstu hugtökum í ljósmóðurfræði og geti beitt gagnrýnni hugsun við lestur fræðilegra heimilda
Umsjón:
Umsjónarkennari
Helga Gottfreðsdóttir
Prófessor
 Nánar

Kennari
Valgerður Lísa Sigurðardóttir
Lektor
 Nánar
Undanfarar / Forkröfur:
Ekkert tilgreint
Bækur:
Engar kennslubækur hafa verið skráðar
Annað lesefni: