Í þessu námskeiði verður fjallað um breytingar sem verða á einstaklingum með hækkandi aldri og helstu viðfangsefnum öldrunarhjúkrunar.
Gerð verður grein fyrir algengum heilsufarseinkennum, sjúkdómum og hjúkrunarmeðferð sem beitt er við þeim.
Þekkingarviðmið
Við lok námskeiðs býr nemandi yfir þekkingu í öldrunarhjúkrun sem felst í því að nemandi:
- Hafi þekkingu á helstu líkamlegu breytingum sem eiga sér stað við öldrun
- Hefur öðlast þekkingu á hjúkrunarmeðferð sem beitt er við algengum heilsufarsvandamálum aldraðs fólks
- Hefur öðlast skilning og þekkingu á einkennum og hjúkrunarþörfum veikra aldraðra
- Hefur öðlast almennan skilning og þekkir helstu þjónustuúrræði fyrir aldraða í samfélaginu
Við lok námskeiðs getur nemandi beitt aðferðum og verklagi fræðigreinar sem felst í því að nemandi:
- Geti tilgreint þær breytingar sem verða á heilsufari og líðan aldraðra og helstu sjúkdóma og vandamál sem herja á aldrað fólk
- Geti fjallað um stöðu aldraðra og komið auga á tækifæri til að efla heilbrigði aldraðra
- Geti útskýrt eðlilegar líkamlegar öldrunarbreytingar
- Geti fjallað um hjúkrunarmeðferð sem beitt er við algengum heilsufarsvandamálum aldraðs fólks
- Geti rökrætt heilbrigði og vellíðan á efri árum
Fjallað verður um grunnþætti aðhlynningar með áherslu á umönnun skjólstæðinga með skerta sjálfsbjargargetu, hreyfingu, næringu, útskilnað.
Einnig verður fjallað um ýmsa hlutlæga kvarða til að meta ástand skjólstæðinga og hvernig tryggja megi öryggi þeirra, vinnutækni, sýkingarvarnir og öryggi við lyfjavinnu, vinnu við dauðhreinsaðar aðstæður, lyfja-, vökva, öndun og sogun, vökva-, elektrólýtajafnvægi.
Í færnisetri fá nemendur tækifæri til að kynnast og þjálfa vinnubrögð sín í hinum ýmsu þáttum sem fjallað hefur verið um.
- Nemandi tileinki sér almenna þekkingu um grunnþætti í hjúkrun sjúklinga s.s. aðhlynningu, sýkingarvarnir, útskilnað, næringu og vinnutækni.
- Nemandi tileinki sér þekkingu til að geta metið hjúkrunarþarfir skjólstæðinga á hlutlægan hátt, ásamt því að skipuleggja viðeigandi umönnun.
- Nemandi sýni færni við alla almenna grunnþætti hjúkrunar þannig að öryggi sjúklinga sé tryggt.
Haldið verður áfram að fjalla um hjúkrunarfræðileg hugtök, auka færni nemenda í flóknari hjúkrunarviðfangsefnum s.s. bregðast við ýmsum einkennum sem upp koma hjá sjúklingum og að veita viðeigandi hjúkrunarmeðferð. Áhersla er lögð á ábyrgð hjúkrunarfræðinga við að meta ástand einstaklinga, greina hjúkrunarþarfir og veita viðeigandi hjúkrunarmeðferð. Fjallað verður um hjúkrunarferlið.
Fjallað verður um verki, sárameðferð, sorg og sorgarviðbrögð, einkennamat og óráð og haldið áfram að vinna með upplýsingagjöf um sjúklinga og lyfjaútreikninga.
Öryggi, umbætur, gagnreynd þekking, þátttaka sjúklinga, upplýsingatækni og teymisvinna eru leiðarstef í gegnum allt námskeiðið
- Að nemandi geti gert grein fyrir líkamlegum og sálfélagslegum orsökum og afleiðingum verkja
- Að nemandi geti framkvæmt einkennamat og notað til þess viðurkennd matstæki
- Að nemandi geti greint hjúkrunarþarfir sjúklinga og sett fram hjúkrunaráætlun
- Að nemandi geti greint frá orsökum og áhættuþáttum óráðs og geti metið hugarstarf
- Að nemandi öðlist leikni við framkvæmd sérhæfðra hjúkrunarþátta s.s. að soga í öndunarveg og annast um dren og ífarandi línur
- Að nemandi geti samþætt þekkingu á lífeðlisfræði og hjúkrunarfræði og nýtt hana til að leysa klínísk viðfangsefni
Markmið námskeiðsins er að veita nemendum yfirgripsmikla þekkingu á líkamsmati (physical assessment) og tengdum þáttum. Áhersla er lögð annarsvegar á að nemendur öðlist færni í beitingu á lykilþáttum í líkamsmati og hinsvegar á skilning nemenda á sérhæfðari aðferðum líkamsmats. Megin viðfangsefnið er heildrænt líkamsmat út frá fullorðnum einstaklingum. Samhliða er tæpt á bráðum líkamlegum einkennum hjá sjúklingum í tengslum við líkamsmat. Í námskeiðinu verður ennfremur tekið fyrir lykilþættir fyrstuhjálpar, þar sem megin markmið er að undirbúa nemendur að sinna fyrstuhjálp við krefjandi aðstæður.
Í færnistofu er farið yfir aðferðir við framkvæmd á allsherjar líkamsmati og námsefnið sett í klínískt samhengi. Rík áhersla er á að tengja námsefnið við önnur námskeið í náminu, til að mynda líffæra- og lífeðlisfræði.
Við lok námskeiðs býr nemandi yfir þekkingu og getur beitt aðferðum sem felst í því að nemandi:
- Hefur öðlast skilning og leikni í að beita aðferðum í framkvæmd á líkamsmati.
- Getur notað viðeigandi tækjabúnað í líkamsmati á gagnrýnin hátt.
- Getur aflað viðeigandi upplýsinga og lagt mat á upplýsingar út frá líkamsmati.
- Getur framkvæmt skipulagt/kerfisbundið líkamsmat, gert áætlun og fylgt henni.
- Getur skráð og túlkað helstu niðurstöður úr líkamsmati.
- Getur lýst hjúkrunarfræðilegum viðfangsefnum og rökstutt ákvarðanir á faglegum grunni.
Æskileg undirstaða HJÚ118G Hjúkrunarfræði og hjúkrunarstarf
Meginmarkmið námskeiðsins er að nemendur kynnist hjúkrun sem starfs- og fræðigrein. Nemendur fá innsýn í gildi og grunnhugtök hjúkrunarfræðinnar, hvað felst í því að vera hjúkrunarfræðingur með áherslu á fagleg vinnubrögð og einkenni hjúkrunarstarfsins.
Meðal einstakra efnisatriða eru: Grunnhugtök hjúkrunarfræðinnar – heilbrigði, heildarhyggja, umhyggja, umönnun, meðferðarsamband, að vera talsmaður sjúklinga-, siðferðileg og lagaleg ábyrgð og skyldur við skráningu og notkun upplýsingakerfa og samfélagsmiðla s.s. háttvís tölvunotkun á heilbrigðisstofnunum og lög er varða persónuvernd, þagnarskyldu og réttindi sjúklinga varðandi gögn í rafrænni sjúkraskrá og meðferð persónuupplýsinga.
Fyrirmæli um lágmarksskráningu vistunarupplýsinga á sjúkrastofnunum verða kynnt.
Þekking
Við lok námskeiðs býr nemandi yfir þekkingu innan fræðigreinar sem felst í því að nemandi:
- Þekkir og getur lýst grunnhugtökum hjúkrunarfræðinnar.
- Getur lýst sérstöðu hjúkrunar sem starfs- og fræðigreinar
- Getur lýst megineinkennum hjúkrunarstarfsins
- Þekkir siðareglur Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga
- Hefur almennan skilning og innsæi í hvað felst í fræðilegum vinnubrögðum hjúkrunarfræðinga
- Hefur öðlast upplýsingalæsi
- Þekki reglur um háttvísa tölvunotkun á heilbrigðisstofnunum, lög um persónuvernd, réttindi sjúklinga og þagnarskyldu
- Þekkir reglur um umgengni er varða rafræn sjúkragögn, rafrænar gagnasendingar milli heilbrigðisstofnana, notkun tölvupósts í samskiptum við sjúklinga og lög um sjúkraskrá
- Þekkir helstu flokkunarkerfi og kröfur til skráningar á heilbrigðisstofnunum skv. fyrirmælum um lágmarksskráningu vistunarupplýsinga
Hæfni
Við lok námskeiðs getur nemandi beitt aðferðum og verklagi fræðigreinar sem felst í því að nemandi:
- Geti fjallað skipulega og fræðilega um afmörkuð hjúkrunarfræðileg viðfangsefni
- Getur greint megin áherslur í siðareglum hjúkrunarfræðinga
- Geti greint hvenær þörf er á upplýsingum og hafi færni til finna þær, meta áreiðanleika þeirra og nýta á viðeigandi hátt (upplýsingalæsi)
- Geti lagt sjálfstætt mat á gæði upplýsinga/heimilda sem aflað er
- Geti notað viðeigandi heimilda- og tilvísanakerfi
- Geri sér grein fyrir mikilvægi persónuverndar, þagnarskyldu og réttinda sjúklinga varðandi gögn í rafrænni sjúkraskrá og meðferð persónuupplýsinga og háttvísrar tölvunotkunar
- Tileinki sér skráningu í sjúkraskrá skv. fyrirmælum um lágmarksskráningu vistunarupplýsinga
Leikni
Við lok námskeiðs geti nemandi hagnýtt þekkingu sína og leikni í starfi og/eða frekara námi sem felst í því að nemandi:
- Við lok námskeiðs geti nemandi hagnýtt þekkingu sína og leikni í starfi og/eða frekara námi sem felst í því að nemandi:
- Getur hagnýtt gagnreynda þekkingu við afmörkuð klínísk viðfangsefni
- Getur rökstutt afmörkuð siðferðileg álitamál með skírskotun í siðareglur
- Geti beitt öguðum vinnubrögðum við öflun heimilda, uppbyggingu og skrif ritgerða og miðlun upplýsinga
- Geti fundið, staðsett og notað upplýsingar á skilvirkan og áreiðanlegan hátt
- Geti notað APA til skráningar heimildaskrár og nota EndNote
- Sýni ávallt háttvísa tölvunotkun í umgengni við heilbrigðistengd gögn
- Beiti upplýsingatækni í starfi þegar það á við
- Getur greint grunngildi og –hugtök hjúkrunarstarfsins
- Gerir sér grein fyrir mikilvægi fagmennsku í hjúkrunarstarfi – hafi tileinkað sér fagvitund
- Sýnir skilning á mikilvægi þess að viðhalda og auka eigin þekkingu í hjúkrunarfræði.
- Getur unnið sjálfstætt og skipulega, sett sér markmið, gert starfsáætlun/verkáætlun og fylgt henni