Chat with us, powered by LiveChat
 
HGF303G Lyfjafræði fyrir heilbrigðisgagnafræðinga
Námskeiðsheiti:
Lyfjafræði fyrir heilbrigðisgagnafræðinga
Námskeiðslýsing:

Fjallað verður um lyfjalög og reglugerð um lyfjaávísanir og afhendingu lyfja. Fjallað verður um um sérlyfjaskrá og ATC-flokkun lyfja, lyfjaverðskrá og verðlagningu lyfja og hámark sem ávísa má af ýmsum lyfjum. Farið er í greiðsluþátttöku sjúkratrygginga í lyfjakostnaði, lyfjaskírteini sjúklinga og undanþágulyf. Farið er í þá gagnagrunna sem embætti landlæknis starfrækir í þeim tilgangi að hafa eftirlit með ávísunum lækna á lyf. Einnig er farið í lyfjagát (pharmacovigilance). Farið er í ýmsar skilgreiningar sem tengjast lyfjum, frásogsstaði lyfja, mismunandi lyfjaform og einnig er farið í umbúðir lyfja, geymslu þeirra og skömmtun.

Hæfniviðmið:

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • sýna skilning á lyfjanotkun sjúklinga og sjá um lyfjaendurnýjun fyrir sjúklinga
  • starfa á mismunandi vettvangi lyfjamála í anda þeirra laga sem gilda á viðkomandi vinnustað.
Umsjón:
Umsjónarkennari
Bjarni Sigurðsson
Lektor
 Nánar

Kennari
Kristín Ólafsdóttir
Dósent
 Nánar

Kennari
Magnús Karl Magnússon
Prófessor
 Nánar
Undanfarar / Forkröfur:
Ekkert tilgreint
Bækur:
Engar kennslubækur hafa verið skráðar
Annað lesefni:
Sjá Ugluvef námskeiðs