Chat with us, powered by LiveChat
 
HJÚ0AQF Klínísk lífeðlis- og meinafræði
Námskeiðsheiti:
Klínísk lífeðlis- og meinafræði
Námskeiðslýsing:

Tilgangur námskeiðsins er að dýpka þekkingu hjúkrunarfræðinga á lífeðlis- og meinafræðilegum breytingum í starfsemi mannslíkamans sem orsaka sjúkdóma. Fjallað verður um algenga sjúkdóma á mismunandi æviskeiðum lífsins með áherslu á orsakir, undirliggjandi meinalífeðlisfræðilegar breytingar, klínísk einkenni, sjúkdómsferli, greiningu, og meðferð. Jafnframt verður fjallað um eðlilegar breytingar á lífeðlisfræðilegum ferlum öldrunar og áhrif þeirra á starfsemi líffæra og líffærakerfa á efri árum. Í námskeiðinu verður notast við fjölþættar kennsluaðferðir þar sem áhersla er lögð á virka þáttöku nemenda og yfirfærslu þekkingar yfir á klínískar aðstæður.  

Hæfniviðmið:

Að námskeiði loknu er þess vænst að nemendur geti:

  • gert grein fyrir þeim afleiðingunum sem meinalífeðlisfræðilegar breytingar hafa á starfsemi líkamans
  • heimfært meinalífeðlisfræði yfir á sjúkdómafræði og klínískar aðstæður
  • beitt meinalífeðlisfræðilegri þekkingu við gerð einstaklinsmiðra hjúkrunaráætlana, íhlutun og meðferð sjúklinga
  • Sýnt fram á skilning á eðlilegum breytingum á lífeðlisfræðilegu ferli öldrunar við klínískar aðstæður
Umsjón:
Umsjónarkennari
Þórunn Scheving Elíasdóttir
Dósent
 Nánar

Kennari
Hrönn Birgisdóttir
 Nánar

Kennari
Snædís Jónsdóttir
Undanfarar / Forkröfur:
Ekkert tilgreint
Bækur:

Bókalisti er staðfestur Bókalisti er staðfestur

 Skyldulesning  McChance, K.L & Huether, S.E: Pathophysiolgy: The Biologic Basis For Disease in Adults And Children, Elsevier 2019.
 Skyldulesning  Dlugasch, L & Story, L (2021): Applied Pathophysiology for the Advanced Practice Nurse (1st ed.), Jones & Bartlett Learning 2021.
Annað lesefni:
Námsleiðir:
Skyldunámskeið á námsleiðinni Sérsvið hjúkrunar, Viðbótardiplóma (90 einingar) (Fyrsta ár, Vor, Skurðhjúkrun, 80e )
Skyldunámskeið á námsleiðinni Sérsvið hjúkrunar, Viðbótardiplóma (90 einingar) (Fyrsta ár, Vor, Svæfingahjúkrun, 80e )
Skyldunámskeið á námsleiðinni Hjúkrunarfræði, MS (120 einingar) (Fyrsta ár, Vor, Svæfingahjúkrun)
Skyldunámskeið á námsleiðinni Hjúkrunarfræði, MS (120 einingar) (Fyrsta ár, Vor, Önnur klínísk sérhæfing)
Skyldunámskeið á námsleiðinni Hjúkrunarfræði, MS (120 einingar) (Fyrsta ár, Vor, Öldrunarhjúkrun)
Skyldunámskeið á námsleiðinni Hjúkrunarfræði, MS (120 einingar) (Fyrsta ár, Vor, Skurðhjúkrun)
Skyldunámskeið á námsleiðinni Hjúkrunarfræði, MS (120 einingar) (Fyrsta ár, Vor, Heimahjúkrun)
Skyldunámskeið á námsleiðinni Hjúkrunarfræði, MS (120 einingar) (Fyrsta ár, Vor, Hjúkrun langveikra)
Skyldunámskeið á námsleiðinni Hjúkrunarfræði, MS (120 einingar) (Fyrsta ár, Vor, Hjúkrun aðgerðasjúklinga)
Skyldunámskeið á námsleiðinni Sérsvið hjúkrunar, Viðbótardiplóma (30 einingar) (Fyrsta ár, Vor, Hjúkrun aðgerðasjúklinga)
Valfrjálst námskeið á námsleiðinni Sérsvið hjúkrunar, Viðbótardiplóma (30 einingar) (Óháð námsári, Vor, Hjúkrun langveikra)
Valfrjálst námskeið á námsleiðinni Hjúkrunarfræði, MS (120 einingar) (Óháð námsári, Vor)
Skyldunámskeið á námsleiðinni Hjúkrunarfræði, MS (120 einingar) (Fyrsta ár, Vor, Bráðahjúkrun)
Skyldunámskeið á námsleiðinni Hjúkrunarfræði, MS (120 einingar) (Fyrsta ár, Vor, Gjörgæsluhjúkrun )
Skyldunámskeið á námsleiðinni Hjúkrunarfræði, MS (120 einingar) (Fyrsta ár, Vor, Barnahjúkrun)
Valfrjálst námskeið á námsleiðinni Sérsvið hjúkrunar, Viðbótardiplóma (30 einingar) (Óháð námsári, Vor, Sýkingavarnir og smitsjúkdómahjúkrun)
Valfrjálst námskeið á námsleiðinni Sérsvið hjúkrunar, Viðbótardiplóma (30 einingar) (Óháð námsári, Vor, Öldrunar- og heimahjúkrun)