HJÚ0AQF Klínísk lífeðlis- og meinafræði
Námskeiðsheiti:
Klínísk lífeðlis- og meinafræði
Námskeiðslýsing:
Tilgangur námskeiðsins er að dýpka þekkingu hjúkrunarfræðinga á lífeðlis- og meinafræðilegum breytingum í starfsemi mannslíkamans sem orsaka sjúkdóma. Fjallað verður um algenga sjúkdóma á mismunandi æviskeiðum lífsins með áherslu á orsakir, undirliggjandi meinalífeðlisfræðilegar breytingar, klínísk einkenni, sjúkdómsferli, greiningu, og meðferð. Jafnframt verður fjallað um eðlilegar breytingar á lífeðlisfræðilegum ferlum öldrunar og áhrif þeirra á starfsemi líffæra og líffærakerfa á efri árum. Í námskeiðinu verður notast við fjölþættar kennsluaðferðir þar sem áhersla er lögð á virka þáttöku nemenda og yfirfærslu þekkingar yfir á klínískar aðstæður.
Hæfniviðmið:
Að námskeiði loknu er þess vænst að nemendur geti:
- gert grein fyrir þeim afleiðingunum sem meinalífeðlisfræðilegar breytingar hafa á starfsemi líkamans
- heimfært meinalífeðlisfræði yfir á sjúkdómafræði og klínískar aðstæður
- beitt meinalífeðlisfræðilegri þekkingu við gerð einstaklinsmiðra hjúkrunaráætlana, íhlutun og meðferð sjúklinga
- Sýnt fram á skilning á eðlilegum breytingum á lífeðlisfræðilegu ferli öldrunar við klínískar aðstæður
Umsjón:
Undanfarar / Forkröfur:
Ekkert tilgreint
Bækur:
Bókalisti er staðfestur
Skyldulesning Dlugasch, L & Story, L (2021): Applied Pathophysiology for the Advanced Practice Nurse (1st ed.), Jones & Bartlett Learning 2021.
Annað lesefni:
Námsleiðir:
















