Chat with us, powered by LiveChat
 
KEN302G Kennslufræði starfsgreina – fyrri hluti
Námskeiðsheiti:
Kennslufræði starfsgreina – fyrri hluti
Námskeiðslýsing:

Meginmarkmið námskeiðsins er að dýpka skilning nemenda á kennslufræði eigin greinar og gera þeim kleyft að tengja reynslu á vettvangi við kenningar og rannsóknir í uppeldis- og menntunarfræði.

Athugið að námskeiðið er kennt á fimmtudögum kl. 12:30 til 15:40. Gert er ráð fyrir að nemendur geti mætt í rauntíma.

Hæfniviðmið:

Að loknu námskeiði er gert ráð fyrir að nemandi geti:

  • notfært sér rannsóknir og kenningar um nám, kennslu og samskipti
  • skipulagt nám og kennslu á framhaldsskólastigi einn eða í samstarfi við aðra
  • útskýrt mikilvægi markmiða og hæfniviðmiða, samið þau og rökstutt val þeirra
  • sett fram faglega rökstuddar kennsluáætlanir
  • beitt fjölbreyttum kennsluaðferðum og notfært sér ólíkar leiðir til að meta nám nemenda
  • útskýrt margvísleg kennslufræðileg viðfangsefni, svo sem við bekkjarstjórn, við að efla áhugahvöt nemenda eða að taka mið af mismunandi þörfum þeirra
  • greint helstu einkenni kennarastarfsins með hliðsjón af rannsóknum, lagaákvæðum, siðareglum og öðru sem varðar starfið, og nýtt þessar fjölbreyttu uppsprettur við mótun eigin starfskenningar.
Umsjón:
Umsjónarkennari
Elsa Eiríksdóttir
Dósent
 Nánar

Kennari
Guðrún Ragnarsdóttir
Dósent
 Nánar

Kennari
Gunnar Egill Finnbogason
 Nánar

Kennari
Hróbjartur Árnason
Lektor
 Nánar

Kennari
María Jónasdóttir
Aðjunkt
 Nánar
Undanfarar / Forkröfur:
 Nauðsynleg undirstaða  ÍET101G Talað mál og ritað eða KEN101G Inngangur að kennslufræði starfsgreina eða KEN203G Námskrár starfsgreina, námsefnisgerð og námsmat
 Gerðar eru kröfur um að nemendur hafi lokið a.m.k. 25 ECTS í skyldunámskeiðum á námsleiðinni áður en þeir skrá sig í námskeiðið. Gerðar eru kröfur um að nemendur séu skráðir samhliða í þetta námskeið og námskeiðið Kennsla starfsgreina á vettvangi – fyrri hluti.
Bækur:
Engar kennslubækur hafa verið skráðar
Annað lesefni: