Chat with us, powered by LiveChat
Námskeiðsheiti:
Sjálfbær borg
Námskeiðslýsing:

Námskeiðið leggur áherslu á mismunandi sjónarhorn á sjálfbærni í samhengi borga og annarra mannabyggða, og að lokum á spurninguna um hvað hugtakið sjálfbær borg þýðir. Hugmyndir um einnar plánetu mörk og öruggt athafnarými eru færðar yfir í samhengi borga til að sýna hlutverk þeirra í leitinni að sjálfbærum lifnaðarháttum, og til þess að sýna þau skilyrði sem þarf að uppfylla svo að borgin geti verið raunverulega sjálfbær. Námskeiðið kynnir nemendum fyrir helstu atriðum í þremur stoðum sjálfbærnis í samhengi mannabyggða. Hvað er vistfræðileg sjálfbærni þegar það kemur að borgum og öðrum mannabyggðum? Félagsleg? Efnahagsleg? Hvernig getum við sameinað þetta þrennt til að skapa sannarlega sjálfbæra mannabyggð? Velferð, hagvöxtur, bein og óbein vistfræðileg áhrif, tæknilegar og samfélagslegar lausnir og „feedback loops“ á milli þeirra er kynnt og rætt á gagnrýninn hátt.

Hæfniviðmið:

Nemendur verða að sýna fram á getu sína til að:

  • Lýsa forsendum sjálfbærnis á þremur stoðum þess: vistfræðilegu, félagslegu og efnahagslegu
  • Skapa hugmyndahönnun um sjálfbæra mannabyggð
  • Ræða um jákvæða og neikvæða samtengingu á milli stoðanna þriggja í sjálfbærni í samhengi mannabyggða
  • Lýsa helstu vandamálum við að skapa sjálfbæra mannabyggð
Umsjón:
Kennari
Jukka Taneli Heinonen
Prófessor
 Nánar

Aðstoðarkennari
Áróra Árnadóttir
Nýdoktor
 Nánar

Aðstoðarkennari
Henna Erika Anttonen
Doktorsnemi
 Nánar

Aðstoðarkennari
Kevin J Dillman
Nýdoktor
 Nánar

Aðstoðarkennari
Stavroula Marina Tsitsiragos
 Nánar
Undanfarar / Forkröfur:
 Æskileg undirstaða  UMV201M Umhverfisskipulag
Bækur:
Engar kennslubækur hafa verið skráðar
Annað lesefni:
Safn fræðigreina er gefið sem skyldulesning. Einnig leita nemendur að og velja meira lesefni fyrir hvert vandamál, eftir leiðbeiningum veittum af leiðbeinanda.
Námsleiðir:
Valfrjálst námskeið á námsleiðinni Byggingarverkfræði, MS (120 einingar) (Óháð námsári, Haust)
Valfrjálst námskeið á námsleiðinni Umhverfisverkfræði, MS (120 einingar) (Óháð námsári, Haust)
Valfrjálst námskeið á námsleiðinni Umhverfis- og auðlindafræði, Meistarapróf (120 einingar) (Óháð námsári, Haust, Umhverfis- og auðlindafræði)
Valfrjálst námskeið á námsleiðinni Umhverfis- og auðlindafræði, Meistarapróf (120 einingar) (Óháð námsári, Haust, Umhverfisvísindi og stjórnun umhverfismála )
Valfrjálst námskeið á námsleiðinni Umhverfis- og auðlindafræði, Meistarapróf (120 einingar) (Óháð námsári, Haust, Stjórnun náttúruauðlinda )