Chat with us, powered by LiveChat
 
HJÚ268G Valnámskeið í klínískri hjúkrun (forkrafa B)
Námskeiðsheiti:
Valnámskeið í klínískri hjúkrun (forkrafa B)
Námskeiðslýsing:

Lýsing á námskeiðinu á íslensku:
Nemendur velja sér sjálfir klínískan vettvang eftir áhugasviði. Klínískur vettvangur er þar sem sjúklingum/einstaklingum er veitt hjúkrun og þar sem nemandi getur aukið klíníska færni sína og þekkingu. Skilyrði er að nemandi hafi ekki verið né verði þar í klínísku námi í öðrum námskeiðum og að hjúkrunarfræðingur sé þar starfandi. Gert er ráð fyrir að nemandi dvelji á vettvangi í eina vinnuviku (40 stundir). Frávik geta verið frá því t.d. ef nemandi fer erlendis.

Nemandi hefur samband við vettvang og semur munnlega við hjúkrunarfræðing um að fá að koma í klínískt nám sem samsvarar 40 klukkustundum. Skilyrði er að nemandi hafi ekki verið né verði þar í klínísku námi í öðrum námskeiðum og að hjúkrunarfræðingur sé þar starfandi. 

Nemandi sendir formlega umsókn með starfsferilskrá til umsjónarkennara námskeiðs (á Canvas vef námskeiðsins) og hjúkrunarfræðings á vettvangi. Í umsókn á að koma fram:

  1. Nafn og netfang nemanda.
  2. Nafn og netfang umsjónarkennara.
  3. Hvaða vettvang valdi nemandi og hver hefur umsjón með dvöl hans þar (nafn og netfang hjúkrunarfræðings).
  4. Hvers vegna varð þessi vettvangur fyrir valinu/rök fyrir vali.
  5. Hver eru markmið nemandans með klíníska náminu á þessum stað.
  6. Áhersluatriði sem nemandi mun sérstaklega kynna sér. Hvaða gagnreyndu þekkingu ætlar nemandi að skoða og skrifa um sem tengist þessum vettvangi.

 Umsjónarkennari sendir hjúkrunarfræðingi á vettvangi upplýsingar um námskeiðið.

Þegar ljóst er hvenær nemandi mun fara á vettvang hefur hann samband við hjúkrunarfræðing á vettvangi. Nemandi staðfestir síðan við umsjónarkennara tímabil klíníska námsins. Mismunandi er eftir stundatöflu hvers nemanda hvenær hann getur farið á vettvang

Hæfniviðmið:

Nemandi:

 • Hefur öðlast þann áhuga, þroska og sjálfsöryggi sem þarf til að viðhalda og auka þekkingu sína á þeim klíníska vettvangi sem hann hefur valið.
 • Hefur tileinkað sér fagvitund á þeim klíníska vettvangi sem hann hefur valið.
 • Getur beitt gagnrýnum aðferðum við greiningu upplýsinga á þeim klíníska vettvangi sem hann hefur valið.
 • Getur tekið virkan þátt í þróun hjúkrunar á þeim vettvangi sem hann hefur valið.
Umsjón:
Umsjónarkennari
Þóra Jenný Gunnarsdóttir
Dósent
 Nánar

Kennari
Þórdís Katrín Þorsteinsdóttir
Prófessor
 Nánar
Undanfarar / Forkröfur:
 Nemendur þurfa að hafa lokið 30 einingum af þriðja námsári. 
Bækur:
Engar kennslubækur hafa verið skráðar
Annað lesefni:
Námsleiðir: