Chat with us, powered by LiveChat
 
TAL441L Meistaraverkefni í talmeinafræði
Námskeiðsheiti:
Meistaraverkefni í talmeinafræði
Námskeiðslýsing:

Meistaranám í talmeinafræði er 120 eininga þverfræðilegt framhaldsnám og þar af skal rannsóknarverkefni vera 30 e. Rannsóknarverkefnið er unnið á öðru, þriðja og fjórða misseri námsins.

Vor (2. önn): Við lok þessarar annar á nemandi að koma með hugmynd að meistaraverkefni sínu, finna leiðbeinanda og hefja gagnaleit.

Haust (3. önn): Á þessu misseri móta nemendur rannsóknarviðfangsefni sitt og rannsóknarspurningar og leggja fram áætlun um rannsóknina til samþykktar af fagráði kennara talmeinafræðinnar. Nemendur skulu enn fremur ljúka vinnu á fræðilegum bakgrunni verkefnisins á þessari önn og sjá um að senda umsóknir til viðeigandi aðila ef þörf krefur, t.d. Vísindasiðanefndar Íslands, Vísindasiðanefndar HÍ eða Siðanefndar Landspítalans, eftir því sem við á (2e). Námsmat: Staðið/fallið.

Vor (4. önn): Vinnu við lokaverkefnið lýkur á þessari síðustu önn námsins með meistaravörn í lok annar (28e). Námsmat: Staðið/fallið.

Hæfniviðmið:

Markmið meistaraverkefnis er að:

  • nemandi öðlist þekkingu og skilning á fjölbreyttum rannsóknaraðferðum í talmeinafræði
  • nemandi geti skrifað rannsóknaráætlun og viðeigandi leyfisumsóknir sé þess þörf
  • nemandi geti átt frumkvæði að eigin rannsókn, unnið sjálfstæða rannsóknarvinnu og skýrt markmið og niðurstöður rannsóknarinnar fyrir fólki innan og utan fræðasviðsins
  • nemandi geti nýtt sér upplýsingatækni, þar á meðal notkun fræðilegra gagnagrunna, sérhæfðan rannsóknarhugbúnað og fjölbreyttar upplýsingalindir.
Umsjón:
Umsjónarkennari
Þóra Másdóttir
Lektor
 Nánar

Kennari
Helga Thors
Aðjunkt
 Nánar

Kennari
Jóhanna Thelma Einarsdóttir
Prófessor
 Nánar

Kennari
Kathryn Margaret Crowe
Aðjunkt
 Nánar

Kennari
Sigríður Sigurjónsdóttir
Prófessor
 Nánar

Kennari
Þórunn Hanna Halldórsdóttir
Aðjunkt
 Nánar
Undanfarar / Forkröfur:
 Námskeið er ætlað nemum í MS námi í Talmeinafræði
Bækur:
Engar kennslubækur hafa verið skráðar
Annað lesefni:
Námsleiðir: