Erlent ígildi íslensks stúdentsprófs. Nánari upplýsingar er að finna í 17. grein reglna um inntökuskilyrði í grunnnám nr. 331-2022. Auk þess þurfa stúdentar að standast lágmarkskröfur á inntökuprófi í íslensku. Færnikröfur miðast við Icelandic Online I og II sem opið er á Netinu (https://icelandiconline.com/).
Til aukagreinarinnar íslensku sem annars máls teljast námskeiðin Íslenskt mál I og II, Talþjálfun I og II og Málfræði I og II, alls 60 einingar. Nemendur þurfa að hafa lokið minnst 60 einingum í aðalgrein sinni ásamt því að standast inntökupróf áður en kennsla hefst á haustmisseri til þess að eiga þess kost að geta skráð sig í aukagreinina Íslenska sem annað mál.
1. Þekking
1.1. Nemandi þekkir vel íslenskt málkerfi og ólík málsnið í íslensku.
1.2. Nemandi þekkir og skilur helstu málfræðihugtök og getur beitt þeim í greiningu á íslensku máli.
2. Leikni
2.1. Nemandi skilur án vandkvæða umræðu um margvísleg ólík efni á íslensku og áttar sig á óbeinni merkingu og blæbrigðum.
2.2. Nemandi getur tjáð sig óhindrað og á blæbrigðaríkan hátt á íslensku um margvísleg ólík efni.
2.3. Nemandi getur lesið og skilið krefjandi og lengri texta á íslensku án vandkvæða og áttar sig á vísunum og undirtexta.
3. Hæfni
3.1. Nemandi hefur öðlast nauðsynlega námshæfni til að geta tekist á hendur frekara nám.
3.2. Nemandi getur stundað sjálfstætt nám, skipulagt vinnu sína og tíma.
Désirée Louise Neijmann aðjunkt.
Guðrún Theódórsdóttir dósent.
Jon Simon Markusson aðjunkt.
Katrín Axelsdóttir lektor.
Kári Páll Óskarsson aðjunkt.
Kolbrún Friðriksdóttir aðjunkt.
Marc Daníel Skipstað Volhardt aðjunkt.
Mirko Garofalo aðjunkt.
Sigríður Kristinsdóttir aðjunkt.
Sigríður D Þorvaldsdóttir aðjunkt.
Þóra Björk Hjartardóttir dósent.
Kennslumálið er íslenska. Góð enskukunnátta er nauðsynleg þar sem námsefni í sumum námskeiðum er á ensku. Öll námskeið eru skyldunámskeið.
Vakin er athygli á því að skiptistúdentanámskeiðið Íslensk menning, sem kennt er á ensku, er ekki hluti af BA-námi í íslensku sem öðru máli og ekki er hægt að fá það metið í stað annarra námskeiða innan BA-námsleiðarinnar. Það sama á við um námskeiðin Íslenskugrunn I og II sem ætluð eru nemendum sem skráðir eru í aðrar námsgreinar en Íslensku sem annað mál.
Vakin er athygli á því að öll námskeið innan BA-námsleiðar í Íslensku sem öðru máli eru eingöngu ætluð nemendum sem skráðir eru í námsbrautina og hafa staðist tilskilið inntökupróf. Öðrum nemendum er vísað á námskeiðin ÍSE025G Íslenskugrunnur I og ÍSE051G Íslenskugrunnur II, sem eru kennd bæði á haust- og vormisseri.
Kennsla hefst 29. ágúst. Nemendur verða að mæta til náms fyrir 9. september.