Chat with us, powered by LiveChat
 
Íslenska sem annað mál, Aukagrein, 60 einingar
Aðgangskröfur:

Erlent ígildi íslensks stúdentsprófs. Nánari upplýsingar er að finna í 17. grein reglna um inntökuskilyrði í grunnnám nr. 331-2022. Auk þess þurfa stúdentar að standast lágmarkskröfur á inntökuprófi í íslensku. Færnikröfur miðast við Icelandic Online I og II sem opið er á Netinu (https://icelandiconline.com/).

Tilhögun náms:
Aukagrein (60e) ásamt aðalgrein (180e) veitir BA-gráðu (180e).
Námskröfur:

Til aukagreinarinnar íslensku sem annars máls teljast námskeiðin Íslenskt mál I og II, Talþjálfun I og II og Málfræði I og II, alls 60 einingar. Nemendur þurfa að hafa lokið minnst 60 einingum í aðalgrein sinni ásamt því að standast inntökupróf áður en kennsla hefst á haustmisseri til þess að eiga þess kost að geta skráð sig í aukagreinina Íslenska sem annað mál.

Hæfniviðmið:
Skoða
Aðgangur að frekara námi:
Starfsréttindi (ef við á):
Frekari upplýsingar um námsleiðina:

Kennslumálið er íslenska. Góð enskukunnátta er nauðsynleg þar sem námsefni í sumum námskeiðum er á ensku. Öll námskeið eru skyldunámskeið.

Vakin er athygli á því að skiptistúdentanámskeiðið Íslensk menning, sem kennt er á ensku, er ekki hluti af BA-námi í íslensku sem öðru máli og ekki er hægt að fá það metið í stað annarra námskeiða innan BA-námsleiðarinnar. Það sama á við um námskeiðin Íslenskugrunn I og II sem ætluð eru nemendum sem skráðir eru í aðrar námsgreinar en Íslensku sem annað mál.

Vakin er athygli á því að öll námskeið innan BA-námsleiðar í Íslensku sem öðru máli eru eingöngu ætluð nemendum sem skráðir eru í námsbrautina og hafa staðist tilskilið inntökupróf. Öðrum nemendum er vísað á námskeiðin ÍSE025G Íslenskugrunnur I og ÍSE051G Íslenskugrunnur II, sem eru kennd bæði á haust- og vormisseri.

Kennsla hefst 29. ágúst. Nemendur verða að mæta til náms fyrir 9. september.