- Fyrsta háskólagráða, BS- eða BA-próf, með lágmarkseinkunn 7,25. Auk þess geta verið forkröfur/undirbúningsnámskeið sem verður að ljúka áður en hægt er að hefja meistaranám. Nemendur sem hafa ekki lokið BS-gráðu í ferðamálafræði þurfa að taka viðbótarnámskeið. Sjá nánar undir kjörsviðinu Ferðamálafræði.
- Umsækjendur skulu skila stuttri greinargerð (1 bls.) þar sem þeir tilgreina hvers vegna þeir hafa áhuga á þessu námi, markmið með náminu og hugsanlegt viðfangsefni í meistararitgerð.
- Öllum umsóknum skulu fylgja meðmæli frá 2 einstaklingum (kennari/yfirmaður) sem þekkja vel til umsækjenda og geta veitt honum skýra umsögn. Umsagnaraðilar þurfa að skila skriflegum umsögnum beint til Háskóla Íslands á netfangið umsokn@hi.is. Ef nemandi er að sækja um áframhaldandi nám í sömu deild þarf ekki að skila skriflegum umsögnum/meðmælabréfum.
Ljúka þarf 120e fyrir lokapróf. Skipulagt sem 2ja ára nám. Meistaraverkefnið er 60 einingar og námskeið eða annað nám 60 einingar.
Skilgreining
Tveggja ára fræðilegt og rannsóknatengt framhaldsnám í ferðamálafræði við Líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands. Námið er 120e og er fullgilt próf til prófgráðunnar magister scientiarum, MS. Inntökuskilyrði er BS-próf í ferðamálafræði, eða sambærilegt próf (BS eða BA), að jafnaði lokið með einkunn 7,25 eða hærri.
Umfang rannsóknaverkefnis skal vera 60 e. Meistarapróf veitir aðgang að doktorsnámi á 3. þrepi.
Tegund þekkingar
Að nemandinn hafi mikilvæga vitneskju um vandamál og viðfangsefni, byggða á nýjustu upplýsingum og rannsóknum á sviði ferðamálafræði.
Að nemandinn hafi tileinkað sér þekkingu með námskeiðum og rannsóknum á sérhæfðu sviði innan ferðamálafræði.
Þekking, hæfni og færni
Við lok meistaraprófs skal nemandi hafa náð eftirfarandi viðmiðum til viðbótar þeim er náð var af fyrra stigi:
1. Þekking og skilningur
1.1. Nemandi hefur breikkað og dýpkað þekkingu sína á völdu viðfangsefni innan ferðamálafræðinnar.
1.2. Nemandi hefur öðlast dýpri þekkingu á hagnýtingu og/eða fræðilegu gildi ferðamálafræðinnar á viðkomandi sviði.
1.3. Nemandi öðlast djúpstæðan skilning á helstu aðferðum og nálgunum sem tengjast viðfangsefni hans.
1.4. Nemandi getur nýtt þekkingu sína og skilning í faglegri vinnu á sínu sviði.
1.5. Nemandi hefur öðlast hæfni til að rökræða um rannsóknavinnu sína.
1.6. Nemandi hefur öðlast hæfni til að gera grein fyrir rannsóknum sínum og niðurstöðum í rituðu og mæltu máli á fræðilegum vettvangi.
2. Hagnýt færni og hæfni
2.1. Nemandi getur hannað, skipulagt, þróað og framkvæmt rannsóknir.
2.2. Nemandi getur skrifað rannsóknaáætlun og styrkumsóknir.
2.3. Nemandi getur hannað og framkvæmt rannsóknarverkefni innan ferðamálafræðinnar sem og fyrir verkefni sem tengjast ferðamennsku.
2.4. Nemandi hefur gott vald á þeim aðferðafræðilegum nálgunum sem og úrvinnslutækni sem tengjast sérsviði hans sem og yfirsýn yfir aðrar mögulegar nálgunaraðferðir.
2.5. Nemandi getur starfað með öðrum og lagt sitt af mörkum við skipulag og framkvæmd rannsókna í ferðamálafræði.
2.6. Nemandi getur beitt bæði meginlegum og/eða eigindlegum aðferðum eins og þær eiga við í rannsóknavinnu hans.
2.7. Nemandi getur ritað vísindaleg og fræðileg ágrip, greinar og skýrslur.
3. Fræðileg hæfni
3.1. Nemandinn sýnir frumkvæði og getur með sjálfstæðum og faglegum hætti skilgreint rannsóknaviðfangsefni og sett fram rannsóknaspurningar.
3.2. Nemandi getur sett fram nýjar tilgátur sem snertir eigin viðhangsefni.
3.3. Nemandi getur metið sjálfstætt hvenær mismunandi aðferðir eiga við sem og nálgun að greiningu og rannsókn á vandamálum.
3.4. Nemandi getur notað viðeigandi hugbúnað til gagnaúrvinnslu.
3.5. Nemandi hefur öðlast aukinn og dýpri skilning og víðtækari yfirsýn yfir sérfræðisvið sitt en fólst í námi á fyrsta þrepi.
4. Hæfni í samskiptum, miðlun og upplýsingalæsi
4.1. Nemandi getur skipulagt vinnu sína og vinnutíma, lokið skýrslugerð tímanlega, unnið faglega með samstarfsfólki, skrifað ferilskrá og gert sér grein fyrir möguleikum við störf og rannsóknir.
4.2. Nemandi sýnir hæfni í notkun upplýsingatækni, þar á meðal notkun fagtímarita, gagnagrunna, töflureikna, úrvinnsluforrita, framsetningu gagna og niðurstaðna í ræðu, riti eða á vef.
4.3. Nemandi getur átt frumkvæði að rannsókna- og þróunarverkefnum á sínu sérsviði.
4.4. Nemandi getur stýrt afmörkuðum verkefnum á sínu sérsviði og borið ábyrgð á vinnu einstaklinga og hópa.
5. Almenn námshæfni
5.1. Nemandi hefur þróað með sér nauðsynlega námshæfni og sjálfstæð vinnubrögð til að geta tekist á hendur frekara nám, viðhaldið þekkingu sinni og aukið við hana. Hann er reiðubúinn að hefja nám á þriðja stigi til doktorsprófs.
Anna Mjöll Guðmundsdóttir aðjunkt.
Anna Dóra Sæþórsdóttir prófessor.
Anna Soffía Víkingsdóttir .
Ari Klængur Jónsson verkefnisstjóri.
Arnar Pálsson prófessor.
Arnar Eggert Thoroddsen verkefnisstjóri.
Auður Pálsdóttir dósent.
Álfheiður Hafsteinsdóttir .
Árdís Kristín Ingvarsdóttir rannsóknamaður.
Ársæll Valfells lektor.
Ása Helga Proppé Ragnarsdóttir stundakennari.
Ásbjörn Hall Sigurpálsson tækjavörður.
Benjamin David Hennig prófessor.
Bente Heimtun .
Bergþór Skúlason .
Bryndís Brandsdóttir vísindamaður.
Bryndís H Snæbjörnsdóttir .
Brynhildur Davíðsdóttir prófessor.
Daniel Ben-Yehoshua doktorsnemi.
David Cook nýdoktor.
Doris Carson .
Edda Ruth Hlín Waage lektor.
Edita Tverijonaite doktorsnemi.
Emmanuel Pierre Pagneux .
Eva María Guðmundsdóttir .
Eva Jörgensen doktorsnemi.
Felix Lummer .
Greta Hoe Wells nýdoktor.
Guðmundur Björnsson aðjunkt.
Guðrún Gísladóttir prófessor.
Gunnar Þór Jóhannesson prófessor.
Gunnlaugur Magnús Einarsson .
Halldór Björnsson .
Han Xiao .
Harpa Lind Jónsdóttir lektor.
Haseeb Randhawa dósent.
Heiður Hrund Jónsdóttir .
Ingibjörg Jónsdóttir dósent.
Ingólfur V Guðmundsson .
Íris Hrund Halldórsdóttir .
Jón Arnar Baldurs aðjunkt.
Jón Jónsson verkefnisstjóri.
Jón Geir Pétursson dósent.
Jónína Ólafsdóttir Kárdal náms- og starfsráðgjafi.
Karl Benediktsson prófessor.
Katla Kjartansdóttir .
Katrín Anna Lund prófessor.
Kristinn Helgi Magnússon Schram dósent.
Kristín Ingvarsdóttir lektor.
Kristjana Stella Blöndal dósent.
Kristmundur Þór Ólafsson verkefnisstjóri.
Lára Jóhannsdóttir prófessor.
Liv Marit Mathilde Aurdal .
Magnús Haukur Ásgeirsson aðjunkt.
Marey Allyson Macdonald prófessor.
Mariana Lucia Tamayo dósent.
Matthias Book prófessor.
Mauricio Andres Latapi Agudelo nýdoktor.
Outi Kulusjärvi .
Outi Rantala .
Ólafur Rastrick dósent.
Ólöf Bjarnadóttir .
Page Louise Wilson dósent.
Patrick Brouder .
Patrick Maher .
Quentin Jean B. Horta-Lacueva .
Rannveig Ólafsdóttir prófessor.
Rósbjörg Jónsdóttir .
Sigríður Rut Franzdóttir dósent.
Sigríður Þorgeirsdóttir prófessor.
Sigrún Ólafsdóttir prófessor.
Silke Christine Mueller stundakennari.
Sólrún Sigvaldadóttir .
Stefan Celine Hardonk lektor.
Steffen Mischke prófessor.
Steven Campana prófessor.
Suzane de la Barre .
Svava Dögg Jónsdóttir doktorsnemi.
Terry Adrian Gunnell prófessor.
Thor Aspelund prófessor.
Tina Gotthardt .
Unnar Geirdal Arason verkefnisstjóri.
Valborg Guðmundsdóttir rannsóknasérfræðingur.
Viðar Halldórsson prófessor.
Zophonías Oddur Jónsson prófessor.
Þorbjörg K Kjartansdóttir .
Þorsteinn Sæmundsson aðjunkt.
Æsa Sigurjónsdóttir dósent.