Chat with us, powered by LiveChat
 
Ferðamálafræði, MS, 120 einingar
Aðgangskröfur:
  1. Fyrsta háskólagráða, BS- eða BA-próf, með lágmarkseinkunn 7,25. Auk þess geta verið forkröfur/undirbúningsnámskeið sem verður að ljúka áður en hægt er að hefja meistaranám. Nemendur sem hafa ekki lokið BS-gráðu í ferðamálafræði þurfa að taka viðbótarnámskeið. Sjá nánar undir kjörsviðinu Ferðamálafræði.
  2. Umsækjendur skulu skila stuttri greinargerð (1 bls.) þar sem þeir tilgreina hvers vegna þeir hafa áhuga á þessu námi, markmið með náminu og hugsanlegt viðfangsefni í meistararitgerð.
  3. Öllum umsóknum skulu fylgja meðmæli frá 2 einstaklingum (kennari/yfirmaður) sem þekkja vel til umsækjenda og geta veitt honum skýra umsögn. Umsagnaraðilar þurfa að skila skriflegum umsögnum beint til Háskóla Íslands á netfangið umsokn@hi.is. Ef nemandi er að sækja um áframhaldandi nám í sömu deild þarf ekki að skila skriflegum umsögnum/meðmælabréfum.

Tilhögun náms:
Fullt nám.
Námskröfur:

Ljúka þarf 120e fyrir lokapróf. Skipulagt sem 2ja ára nám. Meistaraverkefnið er 60 einingar og námskeið eða annað nám 60 einingar.

Hæfniviðmið:
Skoða
Kennarar:
Skoða
Aðgangur að frekara námi:
Námið veitir aðgang að doktorsnámi á Íslandi.
Starfsréttindi (ef við á):
Veitir ekki sérstök starfsréttindi.