BA-, BS-, BEd-próf eða sambærilegt próf.
Ljúka þarf 30 einingum fyrir lokapróf. Hægt er að velja á milli eftirfarandi kjörsviða: Upplýsingahegðun: Skipulagning, stjórnun og miðlun upplýsinga og Upplýsingastjórnun: Skráning, aðgengi og öryggi upplýsinga hjá skipulagsheildum. Námið skiptist í eftirfarandi hluta: Skyldunámskeið á sviði sérhæfingar 16 einingar, bundið val 6-8 einingar og valnámskeið 6-8 einingar í samráði við umsjónarkennara kjörsviðs.
Við lok diplómaprófs skal nemandi geta:
Þekking
- Fjallað um helstu kenningar, líkön, hugtök, skilgreiningar og aðferðir sem nýtast kjörsviði hans.
- Gert grein fyrir faglegri starfsemi á sínu sviði.
Færni
- Metið sjálfstætt mismunandi hugmyndafræði í tengslum við fagsvið sitt.
- Hefur tamið sér viðurkennt vinnulag á sínu sviði.
- Nýtt þekkingu sína og skilning í faglegri vinnu á sínu sviði.
Hæfni
- Aflað upplýsinga um verkefni á sínu sviði og sett fram í rituðu máli og munnlegum flutningi.
- Beitt þekkingu sinni og færni til að takast sjálfstætt á við afmörkuð viðfangsefni á sínu sviði.
Alma Tryggvadóttir stundakennari.
Ágústa Pálsdóttir prófessor.
Ásgerður Kjartansdóttir .
Erlendur Már Antonsson .
Helga Grethe Kjartansdóttir .
Jamilla Johnston .
Kristjana K Þorgrímsdóttir .
Ragna Kemp Haraldsdóttir lektor.
Sigríður Björk Einarsdóttir .
Sigurbjörg Jóhannesdóttir verkefnisstjóri.
Þórdís T Þórarinsdóttir .