BA-próf eða sambærilegt próf með fyrstu einkunn (7,25) að jafnaði.
Til diplómanáms er krafist 30 eininga. Eitt skyldunámskeið og tvö valnámskeið.
1. Þekking og skilningur
1.1. Nemandi býr yfir þekkingu á undirstöðuatriðum, kenningum og hugtökum sem tengjast miðlun og menningu og getur fjallað um þau á gagnrýninn hátt.
1.2. Nemandi er kunnugur ólíkum sjónarmiðum, aðferðum og hugmyndum sem stýra rannsóknum í miðlun og umfjöllun um menningu.
1.3. Nemandi hefur skýran skilning á því hvað er vönduð og viðurkennd miðlun menningar og getur rökstutt mat sitt.
1.4. Nemandi þekkir rannsóknir og hugmyndir um miðlun menningar fyrir ólíka markhópa.
1.5. Nemandi hefur öðlast skilning og færni til að fjalla um mismunandi framsetningu menningarefnis og ólíkt inntak efnis eftir miðlunarleiðum og markhópum.
1.6. Nemandi býr yfir þeirri færni að geta metið gildi menningar, hvers virði menningarlegt auðmagn er og áttað sig á tengslum valds, fræða og samfélags.
2. Tegund þekkingar
2.1. Nemandi hefur tileinkað sér þekkingu sína í menningarmiðlun bæði með þátttöku í sérhæfðum námskeiðum og með eigin verkefnavinnu.
2.2. Nemandi hefur tileinkað sér fjölþætta framsetningu efnis og getur unnið sjálfstætt á sviði menningarmiðlunar.
3. Hagnýt hæfni
3.1. Nemandi getur unnið á árangursríkan hátt í þverfaglegu samstarfi með það að markmiði að tengja saman íslenska sögu og menningu.
3.2. Nemandi getur unnið sjálfstætt og skipulega að fjölbreyttum miðlunarverkefnum og veitt nýja sýn á viðfangsefni samtímamenningar.
3.3. Nemandi getur stýrt miðlunarverkefnum og nýtt sér þar viðeigandi rannsóknaraðferðir, fræðikenningar og miðlunarleiðir.
3.4. Nemandi hefur öðlast færni í að miðla efni á fræðasviði sínu á myndrænan hátt, með munnlegri miðlun og í rituðum texta.
3.5. Nemandi getur komið menningarefni á framfæri með samspili ólíkra miðla og samtvinnað efni í margmiðlun.
4. Fræðileg færni
4.1. Nemandi getur skilgreint flókin viðfangsefni, sett sér greinargóð markmið, gert skýra verkáætlun og fylgt henni.
4.2. Nemandi hefur öðlast hagnýta þjálfun í miðlun menningarefnis á fræðasviði hans og sýnir í lokaverkefni að hann getur unnið víðtæka rannsókn á sjálfstæðan hátt og miðlað efni hennar á á viðamikinn og markvissan hátt.
4.3. Nemandi getur nýtt sér gagnrýni á verk sín og unnið úr athugasemdum af skynsemi.
4.4. Nemandi getur beitt þekkingu sinni og færni til að takast á við ný og áður ókunn úrlausnarefni í miðlun.
5. Hæfni til samskipta
5.1. Nemandi er sjálfstæður og sýnir frumkvæði í starfi.
5.2. Nemandi hefur náð valdi á að ljúka miðlunarverkefnum á tilsettum tíma.
5.3. Nemandi getur unnið í hópi og stýrt vinnu annarra á árangursríkan hátt.
5.4. Nemandi getur tjáð sig skýrt og skipulega bæði í ræðu og riti og hefur vald á mismunandi miðlunarleiðum eftir því sem hæfir aðstæðum hverju sinni.
5.5. Nemandi getur gert skýra grein fyrir margbrotnu miðlunarverkefni á opinberum vettvangi og fært rök fyrir niðurstöðu sinni.
5.6. Nemandi gerir sér grein fyrir mikilvægi þess að miðla sögu og menningarefni í nútímasamfélagi hvar sem er í heiminum.
5.7. Nemandi gerir sér grein fyrir helstu tækifærum til miðlunar á menningarefni í nútíma samfélagi og getur fært rök fyrir mikilvægi hennar.
5.8. Nemandi getur nýtt sér helsta hug- og vélbúnað sem getur komið að notum við eigin miðlun.
6. Almenn námshæfni
6.1. Nemandi hefur öðlast sjálfstæði, víðsýni og frumleika í hugsun sem nýtist í námi og starfi.
Freyja Kristinsdóttir aðjunkt.
Hannes Ottósson aðjunkt.
María Ásdís Stefánsd. Berndsen verkefnisstjóri.
Pétur Thomsen .
Rannveig Björk Þorkelsdóttir dósent.
Rögnvaldur Jóhann Sæmundsson prófessor.
Salvör Nordal prófessor.
Skúli Björn Gunnarsson .
Sumarliði R Ísleifsson lektor.
Sverrir Norland .
Yrsa Þurý Roca Fannberg .
Þorgerður E Sigurðardóttir stundakennari.
Æsa Sigurjónsdóttir dósent.
Námið er 30 eininga þverfaglegt framhaldsnám í hagnýtri menningarmiðlun.
Nánari upplýsingar er að finna á vef hagnýtrar menningarmiðlunar.