Til að hefja BS-nám við Hjúkrunarfræðideild skal stúdent hafa lokið stúdentsprófi eða sambærilegu prófi frá erlendum skóla. Þá nægir lokapróf frá verk- og raunvísindadeild (áður frumgreinadeild) Keilis (háskólabrú) til inngöngu í Hjúkrunarfræðideild.
Æskilegur undirbúningur samkvæmt aðalnámskrá framhaldsskóla 2011 er: 3. hæfniþrep í íslensku, ensku og stærðfræði. Auk þess er mælt með því að stúdent hafi lokið 10 fein á 3. þrepi í efnafræði og/eða stærðfræði og 5 fein á 3. þrepi í líffræði.
Samkeppnispróf eru haldin í desember ár hvert og miðast fjöldatakmörkun við 120 nemendur. Framkvæmd fjöldatakmörkunar er þannig:
Nemendum sem standast öll samkeppnispróf, þ.e. próf í öllum námskeiðum haustmisseris á 1. ári BS-náms, er raðað eftir veginni meðaleinkunn, frá þeirri hæstu til þeirrar lægstu, og er 120 nemendum með hæstu meðaleinkunnirnar boðið námspláss á vormisseri næsta árs.
Ef færri en 120 nemendur ná öllum samkeppnisprófum er nemendum sem hafa fallið í einu prófi raðað eftir veginni meðaleinkunn, frá þeirri hæstu til þeirrar lægstu, og þeim nemendum sem hlotið hafa hæsta meðaleinkunn boðið námspláss á vormisseri 1. námsárs, þar til náð hefur verið þeim fjölda nemenda sem fjöldatakmörkun kveður á um.
Ljúka þarf 240 einingum fyrir brautskráningu sem alla jafna fer fram á fjórum árum, en hámarkstími til námsins er sex ár. Í náminu er lögð áhersla á að kenna um manninn, umhverfi hans og heilsu, og hvernig hægt er með hjúkrun að hafa áhrif á aðstæður hans og líðan. Á fyrstu tveimur árunum fer fram kennsla í undirstöðugreinum hjúkrunar í raun-, félags- og hugvísindum ásamt kennslu í hjúkrunarfræði og heilbrigðisvísindum, auk aðferðafræði og tölfræði. Eftir því sem líður á námið eykst vægi hjúkrunarfræðinnar og við tekur sérhæfðari hjúkrun. Lokaverkefni til BS-prófs er unnið á 4. námsári og vinna nemendur það annað hvort einir eða í litlum hópum. Lágmarkseinkunn í bóklegum námskeiðum er 5,0 en 6,0 í hjúkrunarnámskeiðum. Stuðst er við fjölbreyttar kennsluaðferðir, fyrirlestra, verklegar æfingar, umræðutíma og verkefnavinnu. Klínískt nám fer fram á öllum námsárum, ýmist samhliða eða í kjölfar fræðilegrar kennslu og fer fram á heilbrigðisstofnunum um allt land. Nemendur þurfa því að gera ráð fyrir að hluti klíníska námsins fari fram utan höfuðborgarsvæðins þ.e. á Akranesi, Selfossi, Keflavík, Akureyri, Ísafirði og víðar.
Lokaviðmið námsleiðar að námi loknu:
1. Þekking
1.1 Getur nemandi gert grein fyrir margbreytileika mannsins, heilsu og sjúkdómum og samspili umhverfis, menningar, náttúru og manns í hnattrænu samhengi.
1.2 Getur nemandi lýst grundvallar kenningum og hugtökum hjúkrunarfræðinnar, siðareglum hjúkrunarfræðinga og hlutverki hjúkrunarfræðinga í heilbrigðisþjónustu.
1.3 Hefur nemandi tileinkað sér almenna þekkingu í grunngreinum hugvísinda, sálar- og félagsfræði og líf- og heilbrigðisvísinda sem hjúkrunarfræði byggir á.
1.4 Hefur nemandi öðlast innsýn í hvernig tækni og nýsköpun getur nýst til að bæta gæði hjúkrunar.
1.5 Hefur nemandi þekkingu á mikilvægi þess að tileinka sér nákvæm og vönduð vinnubrögð til að tryggja eigið öryggi sem og sjúklinga.
1.6 Hefur nemandi tileinkað sér fræðileg vinnubrögð og gagnreynda hjúkrunarþekkingu, auk skilnings á aðferða- og tölfræði.
2. Leikni
2.1 Getur nemandi greint hjúkrunarþarfir sjúklings, leggja fram rökstudda áætlun um hjúkrunarmeðferðir, sjá til þess að þær séu framkvæmdar og árangur þeirra metinn.
2.2 Getur nemandi beitt gagnreyndri hjúkrun sem felur í sér að finna, meta á gagnrýnin hátt og nýta í klínískum tilgangi, töluleg gögn, rannsóknaniðurstöður og klínískar leiðbeiningar.
2.3 Getur nemandi leitt og stjórnað hjúkrun einstakra sjúklinga og sjúklingahópa á áranguríkan hátt í samstarfi við aðra innan hjúkrunar og þverfaglega.
2.4 Getur nemandi notað helstu tækni og tæki sem notuð eru af hjúkrunarfræðingum við greiningu og meðferð.
2.5 Getur nemandi beitt gagnrýnni og skapandi hugsun sem leitt getur til nýjunga og umbóta í hjúkrun sjúklinga.
2.6 Getur nemandi beitt fræðilegum vinnubrögðum þar sem honum tekst að greina afmarkað viðfangsefni hjúkrunar, afla gildra heimilda um það, greina þær og nýta og leggja fram gagnrýna samantekt um efnið.
3. Hæfni
3.1 Getur nemandi sett fram hjúkrunaráætlun og veitt gagnreynda hjúkrun á öruggan og árangursríkan hátt, sjálfstætt og í samvinnu við aðra.
3.2 Getur nemandi skipulagt, forgangsraðað og stjórnað hjúkrun með siðferðilegri, hnattrænni, menningarnæmri og sjálfbærri nálgun.
3.3 Hefur nemandi tileinkað sér fagvitund á sviði hjúkrunar, sem birtist í hlutverki hans sem forsvarsmaður sjúklings og talsmaður hjúkrunar í þverfaglegu samstarfi.
3.4 Getur nemandi tekið virkan þátt í þróun hjúkrunar í samfélaginu, uppbyggingu heilbrigðisþjónustunnar, stefnumótun heilbrigðisyfirvalda og þróun fagfélaga í hjúkrun.
3.5 Getur nemandi tileinkað sér nýja þekkingu og aðferðafræði til eigin starfsþróunar, leiðsagnar nemenda og samstarfsfólks, og þróunar hjúkrunar.
3.6 Getur nemandi tekið virkan þátt í rannsókna- og þróunarverkefnum, innleiðingu nýjunga og umbótastarfi á sviði heilbrigðisþjónustu.
Abigail Grover Snook aðjunkt.
Aðalheiður Dagmar M. Matthíasd. .
Anna Lára Ármannsdóttir stundakennari.
Anna Guðný Einarsdóttir .
Anna Ingibjörg Gunnarsdóttir .
Anna Kristín B. Jóhannesdóttir hjúkrunarfræðingur.
Anne María Steinþórsdóttir .
Ágústa Hjördís Kristinsdóttir aðjunkt.
Ármann Hannesson .
Ásdís Guðmundsdóttir aðjunkt.
Ásta Bryndís Schram dósent.
Berglind Guðrún Chu aðjunkt.
Birgir Magnússon .
Birna Guðbjartsdóttir aðjunkt.
Birna Ýr Magnúsdóttir .
Birna Óskarsdóttir .
Birna Þórisdóttir sérfræðingur.
Bryndís Eva Birgisdóttir prófessor.
Bryndís Stefanía Halldórsdóttir .
Brynja Ingadóttir dósent.
Brynja Örlygsdóttir dósent.
Dagrún Ása Ólafsdóttir .
Edda Sveinsdóttir aðjunkt.
Elísabet Konráðsdóttir stundakennari.
Ellen Alma Tryggvadóttir .
Elva Rún Rúnarsdóttir aðjunkt.
Erla Kolbrún Svavarsdóttir prófessor.
Eydís Kr Sveinbjarnardóttir dósent.
Eygló Ingadóttir .
Fríða Björk Skúladóttir .
Geir Gunnlaugsson prófessor emeritus.
Gerður Halla Gísladóttir .
Guðlaug Björnsdóttir lektor.
Guðrún Ása Björnsdóttir stundakennari.
Guðrún Björg Erlingsdóttir .
Guðrún Dóra Guðmannsdóttir .
Guðrún Jónsdóttir aðjunkt.
Guðrún Kristjánsdóttir prófessor.
Gunnar Tómasson lektor.
Gunnvör Sigríður Karlsdóttir verkefnisstjóri.
Halldóra Jónsdóttir lektor.
Haraldur Björn Sigurðsson lektor.
Helga Bragadóttir prófessor.
Helga Jónsdóttir prófessor.
Herdís Sveinsdóttir prófessor.
Hildur Sigurðardóttir lektor.
Hlíf Guðmundsdóttir .
Hrafnhildur Eymundsdóttir nýdoktor.
Hrund Scheving Thorsteinsson aðjunkt.
Hrönn Birgisdóttir .
Inga Valgerður Kristinsdóttir .
Inga Sif Ólafsdóttir lektor.
Ingibjörg Gunnarsdóttir prófessor.
Ingibjörg Hilmarsdóttir lektor.
Ingibjörg Hjaltadóttir prófessor.
Ingileif Jónsdóttir prófessor.
Ingólfur Einarsson .
Íris Þórsdóttir .
Jóhanna Bernharðsdóttir lektor.
Jóhanna Helgadóttir .
Jón Hallsteinn Hallsson aðjunkt.
Jón Grétar Sigurjónsson kennslustjóri.
Jónína Þórunn Erlendsdóttir .
Kristín Björnsdóttir prófessor.
Kristín Briem prófessor.
Kristín Björg Flygenring aðjunkt.
Kristín Inga Grímsdóttir aðjunkt.
Kristín Guðný Sæmundsdóttir .
Lárus Steinþór Guðmundsson dósent.
Magnús Karl Magnússon prófessor.
Margrét Guðnadóttir aðjunkt.
Margrét Sigmundsdóttir verkefnisstjóri.
Margrét Sigurðardóttir .
Marianne Elisabeth Klinke dósent.
Marta Jóns Hjördísardóttir .
Óla Kallý Magnúsdóttir prófdómari.
Ólöf Guðný Geirsdóttir dósent.
Ólöf Birna Ólafsdóttir lektor.
Páll Biering prófessor emeritus.
Pétur Henry Petersen prófessor.
Rakel Björg Jónsdóttir aðjunkt.
Rannveig Jóna Jónasdóttir lektor.
Rúnar Vilhjálmsson prófessor.
Signý Sveinsdóttir .
Sigríður Zoéga dósent.
Sigrún Sunna Skúladóttir aðjunkt.
Sigrún Huld Þorgrímsdóttir .
Snædís Huld Björnsdóttir dósent.
Sóley Sesselja Bender prófessor.
Sólrún Ólína Sigurðardóttir .
Sólrún Sigvaldadóttir .
Sólveig Svava Gísladóttir .
Stefanía P Bjarnarson dósent.
Steinunn Erla Thorlacius .
Sunna Helgadóttir .
Svanur Sigurbjörnsson aðjunkt.
Sveinbjörn Gizurarson prófessor.
Sævar Ingþórsson dósent.
Yrsa Bergmann Sverrisdóttir prófessor.
Þorbjörg Sóley Ingadóttir aðjunkt.
Þorsteinn Jónsson aðjunkt.
Þóra Sigfríður Einarsdóttir .
Þóra Jenný Gunnarsdóttir dósent.
Þórdís Katrín Þorsteinsdóttir prófessor.
Þórunn Scheving Elíasdóttir dósent.
Grunnnám í hjúkrunarfræði tekur 4 ár og lýkur með BS-gráðu í hjúkrunarfræði. Í náminu er lögð áhersla á að nemendur öðlist skilning á margbreytileika mannsins og áhrifum heilbrigðis og sjúkleika á líðan hans og aðstæður. Kennsla í hjúkrunarfræði miðar að því að nemendur verði færir um að viðhalda og efla heilbrigði skjólstæðinga sinna og bæta líðan þeirra í veikindum.
Hjúkrunarfræði er einungis hægt að stunda sem aðalgrein. Námið er alls 240 einingar og er því 30 einingar á misseri ef fullt nám er stundað. Hámarkstími til námsins er hins vegar 6 ár.
Á fyrstu tveimur árunum fer fram kennsla í undirstöðugreinum hjúkrunar, í raun- og hugvísindum og í sjúkdóma- og lyfjafræði ásamt kennslu í hjúkrunarfræði. Eftir því sem líður á námið eykst vægi hjúkrunarfræðinnar og við tekur sérhæfðari hjúkrun. Klínískt nám fer fram á öllum námsárum, ýmist samhliða eða í kjölfar fræðilegrar kennslu.
BS-próf í hjúkrunarfræði er nauðsynleg forsenda starfsleyfis í hjúkrun.
Nemendur sem ekki eru skráðir í hjúkrunarnám þurfa heimild deildar til að skrá sig í námskeið.